Annasöm verslunarmannahelgi er framundan hjá Faxaflóahöfnum, þar sem von er á átta skemmtiferðaskipum. Fimm af þessum átta skipum koma föstudaginn 29. júlí en síðan mun eitt koma á dag eftir þann tíma. Það má því segja að höfnin muni iða að lífi alla helgina.
Hér að neðan má sjá upplýsingar um það hvaða skemmtiferðaskip eru að koma og fara um helgina, ásamt upplýsingum um það við hvaða bryggju þau liggja:
29. júlí 2016 – Brottfarir
1. Nautica: Er í eigu Oceania Cruises. Lengd skipsins er 181 m., breidd er 25.46 m. og djúpristan er 5.95 m. Skipið getur mest tekið á móti 824 farþegum. Skipið er 30.277 brúttótonn. Áætlaður komutími Nautica er kl. 16:00 þann 28. júlí og áætluð brottför er kl.15:00 þann 29. júlí. Skipið mun liggja við Skarfabakka.
29. júlí 2016 – Komur
1. Star Legend: Er í eigu Windstar. Lengd skipsins er 134 m., breidd er 19 m. og djúpristan er 5 m. Skipið getur mest tekið á móti 212 farþegum. Skipið er 9.961 brúttótonn. Áætlaður komutími Star Legend er kl. 07:00 og áætluð brottför er kl. 16:00 sama dag. Skipið mun liggja við Miðbakka.
2. NG Explorer: Er í eigu Lindblad Expeditions. Lengd skipsins er 112 m., breidd 16.51 m. og djúpristan er 4.74 m. Skipið getur tekið mest 148 farþegum. Skipið er 6.471 brúttótonn. Áætlaður komutími NG Explorer er kl. 07:00 og áætluð brottför er kl. 22:00 sama dag. Skipið mun liggja við Faxagarð.
3. MS Europa: Er í eigu Hapag-LLoyd. Lengd skipsins er 198.60 m., breidd 24 m. og djúpristan er 6 m. Skipið getur tekið mest 408 farþegum. Skipið er 28.890 brúttótonn. Áætlaður komutími Europa er kl. 08:00 og áætluð brottför er kl. 16:00 sama dag. Skipið mun liggja við Sundabakka.
4. Sea Adventurer: Er í eigu Quark Expeditions. Lengd skipsins er 101.1 m., breidd 16.2 m. og djúpristan er 4.5 m. Skipið getur tekið mest 117 farþegum. Skipið er 4.376 brúttótonn. Áætlaður komutími Sea Adventurer er kl. 08:00 og áætluð brottför er kl. 18:00 sama dag. Skipið mun liggja við Sundabakka.
5. Astoria: Er í eigu Cruise & Maritime Voyages. Lengd skipsins er 160.07 m., breidd 21.03 m. og djúpristan er 7.90 m. Skipið getur tekið mest 90 farþegum. Skipið er 16.144 brúttótonn. Áætlaður komutími Astoria er kl. 10:00 og áætluð brottför er kl. 20:00 sama dag. Skipið mun liggja við Korngarð.
30. júlí 2016 – Komur
1. Rotterdam: Er í eigu Holland America Line. Lengd skipsins er 238 m., breidd 32 m. og djúpristan er 8.23 m. Skipið getur tekið mest 1.404 farþegum. Skipið er 61.849 brúttótonn. Áætlaður komutími Rotterdam er kl. 08:00 og áætluð brottför er kl. 17:00 daginn eftir. Skipið mun liggja við Skarfabakka.
31. júlí 2016 – Komur
1. Black Watch: Er í eigu Fred Olsen Cruise Line. Lengd skipsins er 205.47 m., breidd 25.20 m. og djúpristan er 7.30 m. Skipið getur tekið mest 804 farþegum. Skipið er 28.613 brúttótonn. Áætlaður komutími Black Watch er kl. 07:00 og áætluð brottför er kl. 18:00 daginn eftir. Skipið mun liggja við Skarfabakka.
1. ágúst 2016 – Komur
1. Ocean Majesty: Er í eigu Majestic International Cruises. Lengd skipsins er 135 m., breidd 15.8 m. og djúpristan er 6.3 m. Skipið getur tekið mest 621 farþegum. Skipið er 10.417 brúttótonn. Áætlaður komutími Ocean Majesty er kl. 13:30 og áætluð brottför er kl. 23:00 sama dag. Skipið mun liggja við Miðbakka.
Ljósmynd: Erna Kristjánsdóttir, markaðs og gæðastjóri Faxaflóahafna