Frá því í lok janúar hafa Faxaflóahafnir gripið til ýmissa ráðstafana til að minnka líkur á mikilli þjónustuskerðingu í starfsemi okkar vegna Covid-19 sem gengur núna yfir heimsbyggðina.
Við höfum fundað reglulega með sóttvarnalækni og samstarfsaðilum okkar, þannig að aðilar séu vel upplýstir. Við höfum eftir bestu getu aflað okkur upplýsingar um stöðu mála og fylgjumst grannt með þróun mála.
Faxaflóahafnir hafa gripið til margvíslegra aðgerða síðustu daga og vikur vegna áhrifa COVID-19 á Íslandi. Þessum aðgerðum er ætlað að tryggja að Faxaflóahafnir geti veitt órofna hafnarþjónustu sem flutningsaðilar treysta á.
Dæmi um aðgerðir Faxaflóahafna
- Frá upphafi hafa sótthreinsistöðvar verið settar upp á starfsstöðvum okkar.
- Vaktir hafnarþjónustu og hafnargæslu hafa verið einangraðar frá hverri annarri.
- Samskipti milli starfsstöðva og starfshópa hefur verið verulega takmörkuð.
- Aðgengi utanaðkomandi aðila á starfsstöðvar okkar hefur verið takmarkað við brýn erindi.
- Ákveðnir starfshópar munu vinna heiman frá sér þar sem því verður við komið.
- Ferðir starfsmanna hafa verið verulega takmarkaðar og aukin notkun búnaðar til að auka rafræn samskipti milli fólks.
- Stóraukin þrif á starfsstöðvum t.d. fyrir og eftir vaktaskipti og almennt yfir daginn.
- Aukið hefur verið við neyðarviðbragðsbúnað vegna sóttvarna.
Við óskum eftir að viðskiptavinir okkar sýni aðgerðum og ástandi í samfélaginu skilning meðan þessi faraldur gengur yfir.
Aðgerðir okkar eru endurskoðaðar reglulega og aðstæður geta vissulega breyst án fyrirvara. En við erum meðvituð um mikilvægi hafnarstarfseminnar í flutningakeðju landsins.
Kær kveðja,
Faxaflóahafnir sf.