Minningarnar eru mikilvægt að varðveita og þótt hlutverk hafnarinnar breytist má mikilvægi hennar ekki minnka, segir Gísli. „Hafnarlíf í miðri höfuðborginni er einstakt og heillandi. Í gamla daga var hafnarrúnturinn sjálfsagður hluti af lífinu en nú hefur hann vaknað að nýju eftir að Faxaflóahafnir sf. opnuðu svæði hafnarinnar sem er eðlilegt að almenningur hafi aðgang að. Önnur svæði þurfa að vera lokuð út frá hinni hörðu hafnarstarfsemi sem þar fer fram. Á sjó og landi er höfnin stór þáttur í bæjarlífinu en til að halda sjarmanum þurfum við að vanda okkur með þróun hafnarinnar til lengri tíma.

Verkamenn í grjótnáminu í Öskjuhlíð við hafnargerðina 1913-1917.

Pioneer-eimreiðin. Við hlið hennar standa eimreiðarstjórarnir Guðmundur Guðmundsson og Páll Ásmundsson.

Blaðamenn og bæjarfulltrúar um borð í eimlestinni í skoðunarferð um athafnarsvæði hafnargerðarinnar í nóvember 1913.

Við upphaf hafnargerðarinnar. Byrjað að leggja Grandagarð.

Steypuvinna við Batterísgarð haustið 1914. Vagnar á teinum og Pioneer-eimvagninn lengst til vinstri.

Minor-eimreiðin með fjölda vagna á Grandagarði. Verkamenn ganga á sliskjum meðfram brautinni en verið er að hvolfa úr nokkrum vögnum til vesturs. Örfirisey í baksýn..

Dýpkunarframkvæmdir hófust með grafvélinni í febrúar 1916.

Seglskip fyrir fullum seglum hefur verið sett upp í fjöru til botnhreinsunar um það leyti sem hafnargerðinni var að ljúka 1917-1918. Langa bryggjan er Zimsensbryggja en austan hennar má greina Björnsbryggju (Frederiksensbryggju). Batterísgarður í baksýn.

Yfirlitsmynd yfir höfnina, tekin úr nýbyggðu húsi Nathans og Olsens (Austurstræti 16) 8. maí 1917. Fjöldi skipa og báta innan hinna nýju hafnargarða. Miðbakki nánast tilbúinn og liggur járnbrautarspor eftir honum.