Faxafloahafnir_2015_web

Hallur Árnason og Jón Guðmundsson ásamt fulltrúum VÍS.


Faxaflóahafnir sf. fengu í gær viðurkenningu frá VÍS fyrir góðan árangur í forvörnum og öryggismálum.
Í umsögn VÍS segir:  „Hjá Faxaflóahöfnum er lögð rík áherslu á að uppfylla bæði innlendar og erlendar öryggiskröfur og staðla sem lúta að hafnavernd.
Gert er áhættumat starfa á öllum starfsstöðvum, öll slys, óhöpp og tjón skráð í atvikaskráningu, haldin regluleg námskeið í skyndihjálp  og ýmiskonar vinnuvernd.
Þá er fyrirtækið í góðu samstarfi við Slysavarnaskóla sjómanna um kennslu í eldvörnum, öryggi og björgunaræfingar á sjó.“

FaxaportsFaxaports linkedin