Franska gólettan Etoile, sem er skúta í eigu franska sjóhersins, lagðist í morgun að nýrri flotbryggju í Vesturbugtinni. Etoile hefur nokkrum sinnum áður komið í heimsókn til Reykjavíkur og verður m.a. á Etoil2015Hátíð hafsins. Etoile lagðist að nýrri flotbryggju í Vesturbugtinni, sem er þar með tekin í notkun.  Bryggjan er steypt í Loftorku ehf. en KRÓLI ehf. annaðist uppsetningu og frágang. Á bryggjuna er nýr landgangur sem miðaður er betur við þarfir þeirra sem eru í hreyfihamlaðir. Með nýju flotbryggjunni bætist við talsvert viðlegupláss í Vesturbugtinni og því ekkert að vanbúnaði að þangað komi skip og bátar með líf og fjör á landi.
IMG_1608

FaxaportsFaxaports linkedin