Eftir fimm ára starfsemi þjónustumiðstöðvar á Skarfabakka, Sundahöfn, var ákveðið að bjóða reksturinn út aftur. Samtals tóku 15 fyrirtæki þátt í útboðinu og það var fyrirtækið Drífa ehf. sem bauð best og tekur því við rekstri þjónustumiðstöðvarinnar þann 1. maí n.k. en samningurinn er til fimm ára.
Drífa ehf. er rúmlega fjörtíu ára gamalt fyrirtæki sem sérhæfir sig í rekstri ferðamannaverslana en fyrirtækið framleiðir einnig útivistarfatnað undir vörumerkinu ICEWEAR. Drífa ehf. hyggst bjóða farþegum skemmtiferðaskipa afbragðsþjónustu og m.a. bjóða til sölu íslenskar lopapeysur, íslenskt handverk og matvæli.
Einnig ætlar fyrirtækið að bjóða ferðir til nágrannastaða Reykjavíkur, bílaleiguþjónustu og hugsanlega geta farþegar leigt reiðhjól. Einnig mun fyrirtækið sjá um upplýsingagjöf til farþega skemmtiferðaskipa og annast Tax Free afgreiðslu á svæðinu.