Ár 2011, föstudaginn 9. september kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.
Fundur nr. 90
Ár 2011, föstudaginn 9. september kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.
Mættir:
Hjálmar Sveinsson
Garðar G. Norðdahl
Sigurður Sverrir Jónsson
Björk Vilhelmsdóttir
Páll S. Brynjarsson
Páll H. Hjaltason
Áheyrnarfulltrúar:
Karl Lárus Hjaltested
Auk þess sátu fundinn: Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi, Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.
1. Endurskoðun fjárhagsáætlunar ársins 2011, tillaga að breytingum og greinargerð hafnarstjóra dags. 7.9. 2011.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir málinu. Hafnarstjórn samþykkir þær breytingatillögur sem fyrir liggja.
2. Greinargerð Eflu – verkfræðistofu, dags. í ágúst 2011 varðandi umhverfismál Faxaflóahafna sf. og tillaga starfshóps að umhverfisstefnu fyrir Faxaflóahafnir sf.
Hafnarstjórn samþykkir að taka stefnuna til afgreiðslu á næsta fundi. Hafnarstjóra að leggja fyrir hafnarstjórn áætlun um framkvæmd þeirra liða stefnunnar sem rétt er að hrinda í framkvæmd.
3. Erindi Húsafriðunarnefndar, dags. 31.8.2011 um undirbúning tillögu að friðun mannvirkja í Reykjavíkurhöfn.
Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti tillögur um friðun mannvirkja í Gömlu höfninni í Reykjavík. Óskað er eftir viðræðum um nánari skilgreiningu friðunarinnar við Ægisgarð og Norðurgarð og varðandi gömlu steinbryggjuna sem liggur undir hluta Geirsgötu.
4. Erindi Grandaness ehf. dags. 16.6.2011 þar sem óskað er eftir innlausn lóðar að Fiskislóð 27.
Hafnarstjóra heimilað að ræða við lóðarhafa að höfðu samráði við borgarlögmann.
5. Minnisblað forstöðumanns rekstrardeildar dags. 26. 8. 2011 um bætta aðstöðu fyrir löndun afla á Skarfabakka.
Hafnarstjóra falið að undirbúa verkefnið og gera ráð fyrir því í drögum að fjárhagsáætlun ársins 2012.
6. Minnisblað forstöðumanns rekstrardeildar dags. 1.9. 2011 varðandi útleigu á hluta efri hæðar Bakkaskemmu undir “sjávarútvegsgarð”.
Hafnarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
7. Forkaupsréttarmál:
a. Erindi Fasteignasölunnar Landmarks – fasteignasölu ehf. dags. 6.9.2011 um að fallið verði frá forkaupsrétti á Fiskislóð 45, fastanr. 225-2108. Seljandi VASA ehf. Kaupandi Lilly Aletta Jóhannsdóttir
b. Erindi Regins Þr1 ehf. dags. 7.9.2011 um að fallið verði frá forkaupsrétti vegna lóðanna Köllunarklettsvegur 3 og Héðinsgötu 1-3 og 2. Einnig er óskað eftir að lóðarleigusamningar vegna lóðanna verði endurnýjaðir og lóðarmörk milli lóðanna Köllunarklettsvegur 3 og Héðinsgata 2 lagfærð.
c. Erindi Eignamiðlunar ehf. dags. 6.9.2011 um að fallið verði frá forkaupsrétti á Fiskislóð 45, fastanr. 229-6859. Seljandi Landsbankinn hf. Kaupandi Dap ehf.
Hafnarstjórn staðfestir að fallið sé frá forkaupsrétti ofangreindra eigna með venjulegum fyrirvara um að starfsemin falli innan skilgreiningar deiliskipulags og lóðarleigusamninga. Hafnarstjórn samþykkir að heimila hafnarstjóra að ganga frá endurnýjun lóðarleigusamninga og lóðarmörkum sbr. erindi Regins Þr1 ehf.
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 10:45