Ár 2010, föstudaginn 10. desember kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.
Fundur nr. 82
Ár 2010, föstudaginn 10. desember kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.
Mættir:
Hjálmar Sveinsson
Björk Vilhelmsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson
S. Björn Blöndal
Páll S. Brynjarsson
Sturlaugur Sturlaugsson
Sigurður Sverrir Jónsson
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
Áheyrnarfulltrúar:
Hermann Bridde
Gunnar Sigurðsson
Auk þess sátu fundinn: Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi, Jón Þorvaldsson, aðstoðar hafnarstjóri, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.
1. Bygging aðstöðu fyrir smábátaútgerðir á Akranesi. Minnisblað hafnarstjóra dags. 30.11.2010.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir málinu. Samþykkt að heimila stofnun hluta¬félags um þann undirbúningskostnað sem lagður hefur verið í málið. Hlutafélagið getur síðar orðið framkvæmdaaðili verkefnisins með nýjum hluthöfum.
2. Bréf Iceland Travel Mart ehf. dags. 9.11.2010 um endurnýjun á leigusamningi á þjónustuhúsnæðinu að Skarfagörðum 8. Minnisblað markaðsstjóra og forstöðumanns rekstrardeildar dags. 10.11.2010.
Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu um að framlengja leigu-samningnum við Iceland Travel Mart til þriggja ára.
3. Erindi Landverndar dags. 26.11.2010 um styrk vegna Bláfánaverkefnisins.
Hafnarstjórn getur ekki orðið við erindinu.
4. Umsókn Björgunarsveitarinnar Brákar, Borgarnesi dags. 28.11.2010 um styrk.
Hafnarstjórn getur ekki orðið við erindinu. Hafnarstjóra falið að skoða málið í samræmi við umræður á fundinum.
5. Ályktanir frá 37. Hafnasambandsþingi Íslands dags. 10.11.2010.
a. Umhverfisstarf hafna.
b. Hlutverk og tækifæri hafna.
Lagðar fram.
6. Bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 8.11.2010 varðandi kjarasamninga B-hluta fyrirtækja ásamt svari hafnarstjóra dags. 12.11.2010.
Lagt fram.
7. Aðalfundur Eignarhaldsfélagsins Spalar hf. og Spalar ehf. þann 9. desember 2010 ásamt ársskýrslu félagsins og ársreikningi.
Lagt fram. Hafnarstjóri fór með umboð fyrirtækisins á fundinum.
Páll Brynjarsson vék af fundi.
8. Drög að viðaukasamningi við Norðurál vegna hafnasamnings frá 7. ágúst 1997 ásamt minnisblaði aðstoðarhafnarstjóra dags. 30.11.2010.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir málinu. Hafnarstjóra falið að vinna áfram að málinu á fyrirliggjandi forsendum.
9. Fundargerðir:
a. Fundargerð frá fundi starfshóps með fulltrúum Útvegsmannafélaga Reykjavíkur og Akraness frá 19.11.2010.
b. Fundargerð frá fundi starfshóps vegna umhverfisstefnu dags. 19.11. 2010.
Lagðar fram.
10. Skipulagsmál á Grundartanga.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins og viðræðum um lóðamál á Grundartanga.
11. Drög að samningi milli Faxaflóahafna sf. og Minjaverndar ehf. um lóð undir Sólfell við Ægisgarð 2.
Deiliskipulag fyrir reitinn hefur þegar verið samþykkt. Hafnarstjórn samþykkir samninginn.
Björk Vilhelmsdóttir og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir véku af fundi.
12. Bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 2.12.2010 um tillögu varðandi samstarf við uppgerð gamalla báta.
Samþykkt að taka málið fyrir á næsta fundi.
13. Önnur mál.
a. Gunnar Sigurðsson nefndi ánægjulega athöfn varðandi Hamborgartréið. Stjórnin færir markaðsstjóra Faxaflóahafna sf. bestu þakkir fyrir hversu vel var staðið að málinu.
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 11:30