Ár 2009, föstudaginn 20. nóvember kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.

Mættir:
            Júlíus Vífill Ingvarsson
            Guðmundur Gíslason
            Jórunn Frímannsdóttir
            Hallfreður Vilhjálmsson
            Páll Snær Brynjarsson
            Þórður Þórðarson
            Björk Vilhelmsdóttir
            Sóley Tómasdóttir
 
 
Áheyrnarfulltrúar: 
            Gils Friðriksson
            Rún Halldórsdóttir
 
Auk þess sátu fundinn: Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð, Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar og Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri.
 
 
1.    Umsókn Hús–inn ehf./ Hótel Flóka dags. 28.10.2009 um langtímalegupláss við vesturhluta Ægisgarðs fyrir hótelskip.
Stjórn Faxaflóahafna sf. telur að svo komnu máli ekki mögulegt að samþykkja varanlega legu hótelskips við Ægisgarð miðað við það bryggjupláss sem er fyrir hendi. Því er ekki unnt að verða við erindi bréfritara að svo komnu máli.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að afla upplýsinga viðeigandi aðila um reglur og sjónarmið varðandi hugsanlega legu hótelskips í Gömlu höfninni í Reykjavík. 
 
2.    Bréf Fiskislóðar ehf. dags. 18.10.2009 varðandi útgáfu lóðarleigusamnings vegna lóðarinnar Fiskislóð 33.
Afgreiðslu erindisins frestað en hafnarstjóra falið að afla nánari upplýsinga um málið.
 
3.    Forkaupsréttarmál:
a.    Erindi Skeljungs hf. dags. 9.11.2009 varðandi beiðni um fallið verði frá forkaupsrétti á Hólmaslóð 8, 8A og 10 og í Örfirisey. Seljandi Skeljungur hf. Kaupandi Ö-fasteignir ehf.
Samþykkt er að falla frá forkaupsrétti með venjulegum fyrirvörum um nýtingu lóðar samkvæmt lóðarleigusamningi og gildandi skipulags.
 
4.    Bréf Titan Global ehf. dags. 28.10.2009 varðandi ósk um viðræður um gerð og undirritun viljayfirlýsingar um úthlutun lóðar fyrir gagnaver á Grundartanga.
Hafnarstjóra falið að taka upp viðræður við bréfritara um málið.
 
5.    Starfsmannamál. Minnisblað hafnarstjóra dags. 18. 11. 2009 varðandi vaktir hafnarþjónustu o.fl.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir málinu.
 
6.    Fasteignamál. Minnisblað hafnarstjóra dags. 19.11. 2009 varðandi eignir á Korngörðum.
Minnisblaðið lagt fram. Hafnarstjóra falið að vinna að málinu í samræmi við efni minnisblaðsins.
 
7.    Drög að augýsingu vegna leigu verbúða við Geirsgötu og Grandagarð.
Hafnarstjóra falið að auglýsa þau rými laus til leigu sem gerð er tillögu um með þeim skilmálum sem fram koma í drögum að auglýsingunni.
 
8.    Bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 4.11.2009 um að Björk Vilhelmsdóttir taki sæti í stjórn Faxaflóahafna sf. í stað Dags B. Eggertssonar og að Dagur B. Eggertsson taki sæti varmanns í stjórninni í stað Bjarkar.
Lagt fram.
 
9.    Bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 13.11.2009 vegna óskar Útvegsmannafélags Reykjavíkur og Akraness um heimild til að skipa áheyrnarfulltrúa í stjórn Faxaflóahafna sf. Bréf Akraneskaupstaðar dags. 16.11. 2009 um sama efni.
Lögð fram.
 
10.Ályktanir frá Hafnasambandi Íslands.
a.    Ályktun stjórnar Hafnasambands Íslands til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra dags. 6.11.2009 þar sem óskað breytinga á reglugerð um hafnamál nr. 326/2004.
b.    Ályktun stjórnar Hafnasambands Íslands til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra dags. 6.11.2009 varðandi reglugerð um vigtun sjávarafla nr. 224/2006.
c.    Ályktun stjórnar Hafnasambands Íslands til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra dags. 6.11.2009 um ríkisstyrki til hafnaframkvæmda.
d.    Ályktun stjórnar Hafnasambands Íslands til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra dags. 6.11.2009 varðandi skýrslu nefndar samgönguráðherra um framtíðarskipan stofnana í samgöngumálum.
e.    Ályktun stjórnar Hafnasambands Íslands til fjármálaráherra dags. 6.11.2009 varðandi hugmyndir um umhverfisgjöld tengd ferðaþjónustu.
f.     Umsögn Hafnasambands Íslands til samgöngunefndar Alþingis dags. 9.11.2009 um frumvarp til laga um breytingu á vitalögum, nr. 132/199, þskj. 74 – 74. mál.
Stjórn Faxaflóahafna sf. tekur undir ofangreindar ályktanir stjórnar Hafnasambands Íslands. Stjórnin beinir því til fjármálaráðherra og fjárlaganefndar Alþingis að fyrihugaðri hækkun vitagjalds um 100% auk  ferðamannaskatts verði endurskoðuð, en hækkun vitagjalds mun ekki síst leggjast á rekstur skemmtiferðaskipa sem koma til landsins. Gangi fyrirhugaðar hækkanir eftir munu þær líklega hafa neikvæð áhrif á komur skemmtiferðaskipa. Á liðnum árum hafa m.a. Faxaflóahafnir sf. náð góðum árangri í markaðssetningu Íslands á þessum vettvangi en sá árangur hefur skilað sér til samfélagsins alls.
 
Ályktunin afgreidd gegn atkvæðum BV og ST.
 
Bókun Bjarkar Vilhelmsdóttur, Sóleyjar Tómasdóttur og Rúnar Halldórsdóttur í stjórn Faxaflóahafna 20. 11. 2009
 
“Meirihluti stjórnar Faxaflóahafna ákveður að beita sér á þessum vettvangi gegn óumflýjanlegum skattahækkunum þrátt fyrir að heildarsamtök okkar, Hafnasamband Íslands, hafi veitt umsögn í málinu og talað þar með fyrir hönd okkar sem annarra hafna. Óþarfi er að taka upp pólitískt álitamál með þessum hætti hér, þar sem það er ekki hlutverk okkar. Nauðsynlegt er að Faxaflóahafnir taki þátt í þeirri uppbyggingu sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir, eins og allir einstaklingar og fyrirtæki í landinu. Það er hagur Faxaflóahafna að atvinnulíf nái að byggjast upp að nýju og ekki er vitað hvort gjaldtakan sem hér er til umfjöllunar muni hafa neikvæð áhrif.”
 
 
Aðrir fulltrúar hafnarstjórnar bóka eftirfarandi:
“Svo sem fjárhagsáætlanir og gjaldskrárhækkanir bera skýr vitni um hefur stjórn Faxaflóahafna með tillit til efnahagsástandsins lagt sig fram við að taka þátt í endurreisn og uppbyggingu samfélagsins. Af þeim sökum hafa gjaldskrárhækkanir verið afar varfærnislegar og því 100% hækkun vitagjalds þvert á slíka stefnu.” 
 
11.Skýrsla og kynning Innovit, nýsköpunar- og frumkvöðlaseturs ehf. dags. 12.11.2009 varðandi hugmyndavinnu um nýtingu á efri hæð Grandagarðs 16.
Lögð fram.
 
12.Erindi fjármálaráðuneytisins dags. 2.11.2009 vegna tilkynningar Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) um þá ákvörðun að hefja formlega rannsókn vegna meintrar ríkisaðstoðar Reykjavíkurhafnar við Stáltak hf. (síðar Stálsmiðjuna ehf). Greinargerð hafnarstjóra til skrifstofu borgarlögmanns dags. 20.10.2006.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir málinu, en það hefur verið til meðferðar borgarlögmanns, sem skila mun greinargerð um málið til viðkomandi aðila.
 
13.Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli HOB-vína ehf. gegn Faxaflóahöfnum ehf. dags. 5.11.2009.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir niðurstöðu málsins. Hafnarstjórn mun síðar taka afstöðu til þess hvort málinu verður áfrýjað.
 
14.Uppgjör Faxaflóahafna sf. fyrir tímabilið janúar til september 2009.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir uppgjörinu. Lagt fram.
 
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 10:30
 
 
 

Fundur nr. 68
Ár 2009, föstudaginn 20. nóvember kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.
Mættir:

Júlíus Vífill Ingvarsson

Guðmundur Gíslason

Jórunn Frímannsdóttir

Hallfreður Vilhjálmsson

Páll Snær Brynjarsson

Þórður Þórðarson

Björk Vilhelmsdóttir

Sóley Tómasdóttir

Áheyrnarfulltrúar:

Gils Friðriksson

Rún Halldórsdóttir

Auk þess sátu fundinn: Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð, Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar og Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri.
1. Umsókn Hús–inn ehf./ Hótel Flóka dags. 28.10.2009 um langtímalegupláss við vesturhluta Ægisgarðs fyrir hótelskip.
Stjórn Faxaflóahafna sf. telur að svo komnu máli ekki mögulegt að samþykkja varanlega legu hótelskips við Ægisgarð miðað við það bryggjupláss sem er fyrir hendi. Því er ekki unnt að verða við erindi bréf-ritara að svo komnu máli.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að afla upplýsinga viðeigandi aðila um reglur og sjónarmið varðandi hugsanlega legu hótelskips í Gömlu höfninni í Reykjavík.
2. Bréf Fiskislóðar ehf. dags. 18.10.2009 varðandi útgáfu lóðarleigusamnings vegna lóðarinnar Fiskislóð 33.
Afgreiðslu erindisins frestað en hafnarstjóra falið að afla nánari upplýsinga um málið. 
3. Forkaupsréttarmál:

a. Erindi Skeljungs hf. dags. 9.11.2009 varðandi beiðni um fallið verði frá forkaupsrétti á Hólmaslóð 8, 8A og 10 og í Örfirisey. Seljandi Skeljungur hf. Kaupandi Ö-fasteignir ehf.

Samþykkt er að falla frá forkaupsrétti með venjulegum fyrirvörum um nýtingu lóðar samkvæmt lóðarleigusamningi og gildandi skipulags.
4. Bréf Titan Global ehf. dags. 28.10.2009 varðandi ósk um viðræður um gerð og undirritun viljayfirlýsingar um úthlutun lóðar fyrir gagnaver á Grundartanga.
Hafnarstjóra falið að taka upp viðræður við bréfritara um málið.
5. Starfsmannamál. Minnisblað hafnarstjóra dags. 18. 11. 2009 varðandi vaktir hafnarþjónustu o.fl.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir málinu.
6. Fasteignamál. Minnisblað hafnarstjóra dags. 19.11. 2009 varðandi eignir á Korngörðum.
Minnisblaðið lagt fram. Hafnarstjóra falið að vinna að málinu í samræmi við efni minnisblaðsins.
7. Drög að auglýsingu vegna leigu verbúða við Geirsgötu og Grandagarð.
Hafnarstjóra falið að auglýsa þau rými laus til leigu sem gerð er tillaga um með þeim skilmálum sem fram koma í drögum að auglýsingunni.
8. Bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 4.11.2009 um að Björk Vilhelmsdóttir taki sæti í stjórn Faxaflóahafna sf. í stað Dags B. Eggertssonar og að Dagur B. Eggertsson taki sæti varmanns í stjórninni í stað Bjarkar.
Lagt fram.
9. Bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 13.11.2009 vegna óskar Útvegs-mannafélags Reykjavíkur og Akraness um heimild til að skipa áheyrnar-fulltrúa í stjórn Faxaflóahafna sf. Bréf Akraneskaupstaðar dags. 16.11. 2009 um sama efni.
Lögð fram.
10. Ályktanir frá Hafnasambandi Íslands.

a. Ályktun stjórnar Hafnasambands Íslands til samgöngu- og sveitarstjórnar-ráðherra dags. 6.11.2009 þar sem óskað breytinga á reglu¬gerð um hafnamál nr. 326/2004.

b. Ályktun stjórnar Hafnasambands Íslands til samgöngu- og sveitarstjórnar-ráðherra dags. 6.11.2009 varðandi reglugerð um vigtun sjávarafla nr. 224/2006.

c. Ályktun stjórnar Hafnasambands Íslands til samgöngu- og sveitarstjórnar-ráðherra dags. 6.11.2009 um ríkisstyrki til hafnaframkvæmda.

d. Ályktun stjórnar Hafnasambands Íslands til samgöngu- og sveitarstjórnar-ráðherra dags. 6.11.2009 varðandi skýrslu nefndar samgönguráðherra um framtíðarskipan stofnana í samgöngumálum.

e. Ályktun stjórnar Hafnasambands Íslands til fjármálaráherra dags. 6.11.2009 varðandi hugmyndir um umhverfisgjöld tengd ferðaþjónustu.

f. Umsögn Hafnasambands Íslands til samgöngunefndar Alþingis dags. 9.11.2009 um frumvarp til laga um breytingu á vitalögum, nr. 132/199, þskj. 74 – 74. mál.

Stjórn Faxaflóahafna sf. tekur undir ofangreindar ályktanir stjórnar Hafnasambands Íslands. Stjórnin beinir því til fjármálaráðherra og fjárlaganefndar Alþingis að fyrihugaðri hækkun vitagjalds um 100% auk ferðamannaskatts verði endurskoðuð, en hækkun vitagjalds mun ekki síst leggjast á rekstur skemmtiferðaskipa sem koma til landsins. Gangi fyrirhugaðar hækkanir eftir munu þær líklega hafa neikvæð áhrif á komur skemmtiferðaskipa. Á liðnum árum hafa m.a. Faxaflóahafnir sf. náð góðum árangri í markaðssetningu Íslands á þessum vettvangi en sá árangur hefur skilað sér til samfélagsins alls.
Ályktunin afgreidd gegn atkvæðum BV og ST.
Bókun Bjarkar Vilhelmsdóttur, Sóleyjar Tómasdóttur og Rúnar Halldórsdóttur í stjórn Faxaflóahafna 20.11.2009.
“Meirihluti stjórnar Faxaflóahafna ákveður að beita sér á þessum vettvangi gegn óumflýjanlegum skattahækkunum þrátt fyrir að heildar-samtök okkar, Hafnasamband Íslands, hafi veitt umsögn í málinu og talað þar með fyrir hönd okkar sem annarra hafna. Óþarfi er að taka upp pólitískt álitamál með þessum hætti hér, þar sem það er ekki hlutverk okkar. Nauðsynlegt er að Faxaflóahafnir taki þátt í þeirri uppbyggingu sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir, eins og allir einstaklingar og fyrirtæki í landinu. Það er hagur Faxaflóahafna að atvinnulíf nái að byggjast upp að nýju og ekki er vitað hvort gjaldtakan sem hér er til umfjöllunar muni hafa neikvæð áhrif.”
Aðrir fulltrúar hafnarstjórnar bóka eftirfarandi:
“Svo sem fjárhagsáætlanir og gjaldskrárhækkanir bera skýr vitni um hefur stjórn Faxaflóahafna með tilliti til efnahagsástandsins lagt sig fram við að taka þátt í endurreisn og uppbyggingu samfélagsins. Af þeim sökum hafa gjaldskrárhækkanir verið afar varfærnislegar og því 100% hækkun vitagjalds þvert á slíka stefnu.”
11. Skýrsla og kynning Innovit, nýsköpunar- og frumkvöðlaseturs ehf. dags. 12.11.2009 varðandi hugmyndavinnu um nýtingu á efri hæð Grandagarðs 16.
Lögð fram.
12. Erindi fjármálaráðuneytisins dags. 2.11.2009 vegna tilkynningar Eftirlits-stofnunar EFTA (ESA) um þá ákvörðun að hefja formlega rannsókn vegna meintrar ríkisaðstoðar Reykjavíkurhafnar við Stáltak hf. (síðar Stálsmiðjuna ehf). Greinargerð hafnarstjóra til skrifstofu borgarlögmanns dags. 20.10.2006.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir málinu, en það hefur verið til meðferðar borgarlögmanns, sem skila mun greinargerð um málið til viðkomandi aðila.
13. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli HOB-vína ehf. gegn Faxaflóahöfnum ehf. dags. 5.11.2009.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir niðurstöðu málsins. Hafnarstjórn mun síðar taka afstöðu til þess hvort málinu verður áfrýjað.
14. Uppgjör Faxaflóahafna sf. fyrir tímabilið janúar til september 2009.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir uppgjörinu. Lagt fram.
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 11:00.

FaxaportsFaxaports linkedin