Ár 2009, þriðjudaginn 20. október kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 08:30.
Fundur nr. 67
Ár 2009, þriðjudaginn 20. október kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 08:30.
Mættir:
Júlíus Vífill Ingvarsson
Guðmundur Gíslason
Jórunn Frímannsdóttir
Hallfreður Vilhjálmsson
Páll Snær Brynjarsson
Þórður Þórðarson
Dagur B. Eggertsson
Sóley Tómasdóttir
Áheyrnarfulltrúar:
Gils Friðriksson
Rún Halldórsdóttir
Auk þess sátu fundinn: Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð, Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi og Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri.
1. Tillaga að fjárhagsáætlun og gjaldskrá ársins 2010 ásamt tillögu að rekstri og fjárfestingum árin 2010 – 2015.
a. Minnisblað hafnarstjóra dags. 19. 10. 2009.
b. Bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 7.10.2009.
c. Tillaga að breytingu á gjaldskrá Faxaflóahafna sf. m.v. 1. janúar 2010.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir þeim breytingum sem hafa verið gerðar á tillögu að fjárhagsáætlun og gjaldskrá á milli funda. Bréf borgarstjórans í Reykjavík lagt fram.
Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun ársins 2010 og gjaldskrá fyrirtækisins, sem tekur gildi 1. janúar n.k.
Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun og gjaldskrá. DBE og ST sátu hjá við afgreiðslu málsins.
Dagur B. Eggertsson lagði fram eftirfarandi bókun: “Starfsfólki Faxaflóa-hafna er þakkaður undirbúningur fjárhagsáætlunar sem unnin er við erfiðar aðstæður. Gera verður skýran fyrirvara við kröfur borgarstjóra um auknar arðgreiðslur fyrirtækisins þar sem lækkandi tekjur, algjört stopp í lóðasölu og önnur rekstrarskilyrði gefa ekkert tilefni til hækkandi arðgreiðslna. Afleiðingar þeirra eru þvert á móti gjaldskrárhækkanir sem leggst á allan innflutning til landsins, enn frekari launalækkun starfsfólks, auk þess sem framkvæmdir verða innan við þriðjungur af eðlilegu framkvæmdastigi undanfarinna ára. Fulltrúi Samfylkingar situr hjá við afgreiðslu fjárhags¬áætlunar.”
Júlíus Vífill, Guðmundur og Jórunn leggja fram eftirfarandi bókun: “Faxaflóahafnir búa að sterkri eiginfjárstöðu og miklum möguleikum til tekjuöflunar í framtíðinni. Lóðarsala hefur dregist saman en Faxaflóahafnir eiga verðmætar atvinnu- og íbúðalóðir sem tilbúnar eru til úthlutunar þegar eftirspurn fer að aukast. Gerð fjárhagsáætlunar við þessar aðstæður er vandasamt verk og rík ástæða til að þakka hafnarstjóra og öðru starfsfólki fyrir undirbúning áætlunarinnar sem byggir á hagræðingu án þess að gengið sé á rekstur eða þjónustustig.
Eðlilegt er að Faxaflóhafnir greiði arð til eigenda sinna. Að því hefur verið stefnt um nokkurt skeið. Minnt skal á að Orkuveita Reykjavíkur hefur greitt arð til eigenda frá upphafi. “
2. Minnisblað hafnarstjóra dags., 3.9.2009, varðandi leigu á húsnæði í verbúðunum við Geirsgötu og Grandagarð.
Rætt um þær hugmyndir sem eru varðandi leigu verbúðanna við Geirsgötu og Grandagarð.
3. Drög að verksamningi um reglubundna vinnu við Innri endurskoðun.
Málið rætt. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 09:30