Ár 2009, föstudaginn 8. maí kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í ráðhúsinu í Borgarbyggð og hófst fundurinn kl. 14:30.

 
Mættir: 
               Júlíus Vífill Ingvarsson
Guðmundur Gíslason
Hallfreður Vilhjálmsson
Páll Snær Brynjarsson
Þorleifur Gunnlaugsson
Jórunn Frímannsdóttir
Sæmundur Víglundsson
 
Varafulltrúar: 
               Björk Vilhelmsdóttir
  
Áheyrnarfulltrúar: 
Guðni R. Tryggvason
Sigríður Sigurbjörnsdóttir
             
Auk þess sátu fundinn: Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð, Jón Þorvaldsson, forstöðumaður þróunarmála, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar og Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi.   
 
1.    Lóðarleigusamningar vegna olíustöðvarinnar í Örfirisey.
Lögð fram tillaga Vinstri grænna og Samfylkingar í Reykjavík:
“Nú þegar lagt er til að gera lóðarleigusamning vegna olíubirgðastöðvarinnar í Örfirisey til ársins 2033 leggja fulltrúar VG og Samfylkingar til að leitað verði umsagnar Skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.” Hafnarstjórn samþykkir tillöguna og frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Reykjavík bóka eftirfarandi: “Eins og flutningsmönnum tillögunnar hefur verið bent á er stefnt að því að lóðarleigusamningar olíubirgðarstöðvarinnar í Örfirisey verði gerðir til ársins 2023. Ástæða er til að taka þetta sérstaklega fram. Að öðru leyti er tillagan samþykkt.”  
 
2.    Tillaga að merkingum á hafnarsvæðunum.
Tillagan lögð fram til kynningar. Unnið er að gerð sambærilegra tillagna hjá Reykjavíkurborg og óskar hafnarstjórn eftir að sjá þær tillögur áður en endanleg afstaða er tekin. Hafnarstjórn óskar einnig eftir kostnaðarmati í þeim tillögum sem lagðar eru fram.
 
3.    Minnisblað vegna umsóknar um lóð undir hótelbyggingu á Ægisgarði.
Stjórn Faxaflóahafna sf. hefur móttekið erindi ABZ-A um lóð við Ægisgarð til að reisa á hótel. Ef niðurstaða skipulagsvinnu verður sú að slík bygging geti risið á reitnum eru Faxaflóahafnir sf. reiðubúnar að ræða við ABZ-A um áframhald málsins áður en rætt verður við aðra aðila um þessa uppbyggingu.  Sá fyrirvari er gerður að hugmyndir ABZ-A falli að framtíðar skipulagi og að samkomulag náist um önnur nauðsynleg atriði svo sem verð lóðar, fjármögnun verkefnisins og framkvæmdatíma.
Tillagan samþykkt. ÞG og BV sitja hjá við afgreiðslu málsins.
 
Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna í Reykjavík leggja fram eftirfarandi bókun:
“Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna telja ekki rétt að heimila viðræður um einstakar lóðir við gömlu höfnina í Reykjavík á meðan hugmyndasamkeppni um svæðið á sér stað. Um er að ræða eina dýrmætustu lóð í miðborg Reykjavíkur og vanda þarf sérstaklega vinnubrögð við úthlutun hennar. Því er undarlegt að veita vilyrði um forgang til viðræðna um uppbyggingu hótels áður en skipulagshugmyndir á lóðinni verða til. Það er von okkar að á þessu svæði verði myndarleg uppbygging í þágu borgar og borgarbúa.”
 
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Reykjavík bóka eftirfarandi: 
“Eitt mikilvægasta hlutverk stjórnmálamanna við núverandi aðstæður og 9% atvinnuleysi er að efla atvinnuuppbyggingu. Eins og fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna í stjórn Faxaflóahafna ætti að vera kunnugt er iðulega gefið vilyrði fyrir lóðum hvort heldur er á vettvangi borgarinnar eða Faxaflóahafna. Ekki er verið að ganga svo langt að veita lóðarvilyrði með því að opna fyrir viðræður við ABZ-A. Fyrir liggur áhugi þessara aðila og vilji til að hefja uppbyggingu sem fyrst. Margt er þó enn ófrágengið hvað það varðar og því mikilvægt að gefa hafnarstjóra umboð til þess að ræða við ABZ-A um framhaldið. Það er gert án frekari skuldbindinga.
Enn er ófrágengið með hvaða hætti umrædd lóð verður skipulögð. Hún er vissulega einstök og verður áhugavert að sjá hvaða tillögur munu koma varðandi nýtingu hennar í þeirri hugmyndasamkeppni sem senn mun hefjast.”
 
Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar í Reykjavík bóka:
“Slæmt atvinnuástand og alvarleg staða efnahagsmála getur ekki gefið afslátt á gagnsærri stjórnsýslu og jafnræði þegar kemur til lóðavilyrða á besta stað borgarinnar. Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna ítreka þann staðfasta vilja að á svæði gömlu hafnarinnar verði myndarleg uppbygging í þágu borgar og borgarbúa enda um að ræða eitt eftirsóknarverðasta byggingarland borgarinnar.”
 
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Reykjavík bóka: 
“Allt varðandi þetta mál hefur verið gagnsætt og uppi á borðinu og tillaga ABZ-A kynnt bæði stjórn Faxaflóahafna og skipulagsráði. Um þetta hefur m.a. verið fjallað á opinberum vettvangi. Málið kemur nú fyrir stjórn einmitt til þess að tryggja að stjórn sé þátttakandi á öllum stigum og sé upplýst um alla þætti þess. Langt er seilst að ýja að því að í þessu máli sé ekki stunduð gegnsæ stjórnsýsla og fyllsta jafnræðis gætt. Þá hafa viðkomandi stjórnarmenn ekki fylgst með gangi málsins.”
 
 
4.    Gjaldskrármál.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir þeim breytingum sem fyrirliggjandi tillaga gerir ráð fyrir. M.a. er gert ráð fyrir að færa til fyrra horfs stærðarmörk skipa og koma þannig til móts v
ið athugasemdir hagsmunaaðila vegna skipa af stæðinni 15 – 20.000 brt., fella niður tímagjald vegna hafnarverndar, en hækka bryggjugjöld skipa undir 20.000 brt. um 5%. Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu hafnarstjóra og að breyting gjaldskrárinnar taki gildi frá og með 1. júní n.k.
ÞG og BV sitja hjá við afgreiðslu málsins.
 
5.    Aðalfundur AIVP í Reykjavík, dagana 18. og 19. júní n.k.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir fundinum.
 
6.    Ársreikningur Menntunarsjóðs Þórarins Kristjánssonar fyrir árið 2008.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir ársreikningnum. Hafnarstjórn samþykkir reikninginn.
 
7.    Hátíð hafsins.
Lagt fram minnisblað markaðsstjóra hafnarinnar um framkvæmd Hátíðar hafsins.
 
8.    Umsögn um erindi Orkustofnunar vegna beiðni Björgunar ehf. um efnistöku í Kollafirði dags. 15. 4. 2009.
Hafnarstjórn samþykkir að senda fyrirliggjandi tillögu að umsögn.
 
9.    Starf yfirhafnsögumanns Faxaflóahafna sf.
Hafnarstjóri greindi frá því að ákveðið hefði verið að ráða Gísla Jóhann Hallsson í starf yfirhafnsögumanns frá og með 1. júlí n.k.
 
10.Önnur mál.
Guðni Tryggvason þakkaði stjórninni fyrir samstarfið þar sem hann sæti nú sinn síðasta fund sem áheyrnarfulltrúi.
 
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 16:30
 
 

Fundur nr. 61
Ár 2009, föstudaginn 8. maí kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í ráðhúsinu í Borgarbyggð og hófst fundurinn kl. 14:30.
Mættir:

Júlíus Vífill Ingvarsson

Guðmundur Gíslason

Hallfreður Vilhjálmsson

Páll Snær Brynjarsson

Þorleifur Gunnlaugsson

Jórunn Frímannsdóttir

Sæmundur Víglundsson

Varafulltrúar:

Björk Vilhelmsdóttir

Áheyrnarfulltrúar:

Guðni R. Tryggvason

Sigríður Sigurbjörnsdóttir

Auk þess sátu fundinn: Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð, Jón Þorvaldsson, forstöðumaður þróunarmála, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar og Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi.
1. Lóðarleigusamningar vegna olíustöðvarinnar í Örfirisey.
Lögð fram tillaga Vinstri grænna og Samfylkingar í Reykjavík:
“Nú þegar lagt er til að gera lóðarleigusamning vegna olíubirgða¬stöðvarinnar í Örfirisey til ársins 2033 leggja fulltrúar VG og Samfylkingar til að leitað verði umsagnar Skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar og Slökkviliðs höfuðborgar¬svæðisins.” Hafnarstjórn samþykkir tillöguna og frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Reykjavík bóka eftirfarandi: “Eins og flutningsmönnum tillögunnar hefur verið bent á er stefnt að því að lóðarleigusamningar olíubirgðastöðvarinnar í Örfirisey verði gerðir til ársins 2023. Ástæða er til að taka þetta sérstaklega fram. Að öðru leyti er tillagan samþykkt.”
2. Tillaga að merkingum á hafnarsvæðunum.
Tillagan lögð fram til kynningar. Unnið er að gerð sambærilegra tillagna hjá Reykjavíkurborg og óskar hafnarstjórn eftir að sjá þær tillögur áður en endanleg afstaða er tekin. Hafnarstjórn óskar einnig eftir kostnaðarmati í þeim tillögum sem lagðar eru fram.
3. Minnisblað vegna umsóknar um lóð undir hótelbyggingu á Ægisgarði.
Stjórn Faxaflóahafna sf. hefur móttekið erindi ABZ-A um lóð við Ægisgarð til að reisa á hótel. Ef niðurstaða skipulagsvinnu verður sú að slík bygging geti risið á reitnum eru Faxaflóahafnir sf. reiðubúnar að ræða við ABZ-A um áframhald málsins áður en rætt verður við aðra aðila um þessa uppbyggingu. Sá fyrirvari er gerður að hugmyndir ABZ-A falli að framtíðar skipulagi og að samkomulag náist um önnur nauðsynleg atriði svo sem verð lóðar, fjármögnun verkefnisins og framkvæmdatíma.
Tillagan samþykkt. ÞG og BV sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna í Reykjavík leggja fram eftirfarandi bókun:
“Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna telja ekki rétt að heimila viðræður um einstakar lóðir við gömlu höfnina í Reykjavík á meðan hugmyndasamkeppni um svæðið á sér stað. Um er að ræða eina dýrmætustu lóð í miðborg Reykjavíkur og vanda þarf sérstaklega vinnubrögð við úthlutun hennar. Því er undarlegt að veita vilyrði um forgang til viðræðna um uppbyggingu hótels áður en skipulagshugmyndir á lóðinni verða til. Það er von okkar að á þessu svæði verði myndarleg uppbygging í þágu borgar og borgarbúa.”
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Reykjavík bóka eftirfarandi:
“Eitt mikilvægasta hlutverk stjórnmálamanna við núverandi aðstæður og 9% atvinnuleysi er að efla atvinnuuppbyggingu. Eins og fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna í stjórn Faxaflóahafna ætti að vera kunnugt er iðulega gefið vilyrði fyrir lóðum hvort heldur er á vettvangi borgarinnar eða Faxaflóahafna. Ekki er verið að ganga svo langt að veita lóðarvilyrði með því að opna fyrir viðræður við ABZ-A. Fyrir liggur áhugi þessara aðila og vilji til að hefja uppbyggingu sem fyrst. Margt er þó enn ófrágengið hvað það varðar og því mikilvægt að gefa hafnarstjóra umboð til þess að ræða við ABZ-A um framhaldið. Það er gert án frekari skuldbindinga.
Enn er ófrágengið með hvaða hætti umrædd lóð verður skipulögð. Hún er vissulega einstök og verður áhugavert að sjá hvaða tillögur munu koma varðandi nýtingu hennar í þeirri hugmyndasamkeppni sem senn mun hefjast.”
Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar í Reykjavík bóka:
“Slæmt atvinnuástand og alvarleg staða efnahagsmála getur ekki gefið afslátt á gagnsærri stjórnsýslu og jafnræði þegar kemur til lóðavilyrða á besta stað borgarinnar. Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna ítreka þann staðfasta vilja að á svæði gömlu hafnarinnar verði myndarleg uppbygging í þágu borgar og borgarbúa enda um að ræða eitt eftirsóknar¬verðasta byggingarland borgarinnar.”
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Reykjavík bóka:
“Allt varðandi þetta mál hefur verið gagnsætt og uppi á borðinu og tillaga ABZ-A kynnt bæði stjórn Faxaflóahafna og skipulagsráði. Um þetta hefur m.a. verið fjallað á opinberum vettvangi. Málið kemur nú fyrir stjórn einmitt til þess að tryggja að stjórn sé þátttakandi á öllum stigum og sé upplýst um alla þætti þess. Langt er seilst að ýja að því að í þessu máli sé ekki stunduð gegnsæ stjórnsýsla og fyllsta jafnræðis gætt. Þá hafa viðkomandi stjórnarmenn ekki fylgst með gangi málsins.”
4. Gjaldskrármál.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir þeim breytingum sem fyrirliggjandi tillaga gerir ráð fyrir. M.a. er gert ráð fyrir að færa til fyrra horfs stærðarmörk skipa og koma þannig til móts við athugasemdir hagsmunaaðila vegna skipa af stærðinni 15 – 20.000 brt., fella niður tímagjald vegna hafnarverndar, en hækka bryggjugjöld skipa undir 20.000 brt. um 5%. Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu hafnarstjóra og að breyting gjaldskrárinnar taki gildi frá og með 1. júní n.k.
ÞG og BV sitja hjá við afgreiðslu málsins.
5. Aðalfundur AIVP í Reykjavík, dagana 18. og 19. júní n.k.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir fundinum.
6. Ársreikningur Menntunarsjóðs Þórarins Kristjánssonar fyrir árið 2008.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir ársreikningnum. Hafnarstjórn samþykkir reikninginn.
7. Hátíð hafsins.
Lagt fram minnisblað markaðsstjóra hafnarinnar um framkvæmd Hátíðar hafsins.
8. Umsögn um erindi Orkustofnunar vegna beiðni Björgunar ehf. um efnistöku í Kollafirði dags. 15. 4. 2009.
Hafnarstjórn samþykkir að senda fyrirliggjandi tillögu að umsögn. 
9. Starf yfirhafnsögumanns Faxaflóahafna sf.
Hafnarstjóri greindi frá því að ákveðið hefði verið að ráða Gísla Jóhann Hallsson í starf yfirhafnsögumanns frá og með 1. júlí n.k.
10. Önnur mál.
Guðni Tryggvason þakkaði stjórninni fyrir samstarfið þar sem hann sæti nú sinn síðasta fund sem áheyrnarfulltrúi.
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 16:30

FaxaportsFaxaports linkedin