Ár 2009, föstudaginn 17. apríl kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.

Mættir:           
               Júlíus Vífill Ingvarsson
               Guðmundur Gíslason
               Hallfreður Vilhjálmsson
               Páll Snær Brynjarsson
               Þorleifur Gunnlaugsson
               Jórunn Frímannsdóttir
               Sæmundur Víglundsson
 
Varafulltrúar:           
               Björk Vilhelmsdóttir
             
Áheyrnarfulltrúar: 
               Guðni R. Tryggvason
               Sigríður Sigurbjörnsdóttir
                       
Auk þess sátu fundinn: Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð, Jón Þorvaldsson, forstöðumaður þróunarmála, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar og Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi.   
 
1.    Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2009 ásamt greinargerð hafnarstjóra.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir breytingum á rekstri og fjárfestingum. Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingu á fjárhagsáætlun ársins.
 
2.    Gjaldskrármál.
Fram kom hjá hafnarstjóra að í kjölfar útboðs á gæslu á Grundartanga  hefði verið hætt að innheimta tímagjald á skip vegna hafnarverndar á Grundartanga og lækka því álögð gjöld á skip sem þangað koma. Hafnarstjóri gerði grein fyrir tillögu um að færa ákvæði gjaldskrár varðandi stærðarmörk skipa til fyrra horfs. Samþykkt að taka málið að nýju fyrir á næsta fundi.
 
3.    Yfirlit hafnarstjóra og aðstoðar hafnarstjóra um helstu framkvæmda Faxaflóahafna sf. næstu ár.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir helstu verkefnum á komandi árum. Greinargerðin lögð fram.
 
4.    Aðalfundur Faxaflóahafna sf. Drög að ársskýrslu stjórnar og hafnarstjóra vegna ársins 2008.
Hafnarstjórn samþykkir að boða til aðalfundar Faxaflóahafna sf. miðvikudaginn 20. maí n.k. kl. 16:00 í Sjóminjasafninu. Drög að ársskýrslu lögð fram.
 
5.    Græn skýrsla vegan starfsemi Faxaflóahafna sf. 2008.
Hafnarstjórn samþykkir skýrsluna.
 
6.    Umsókn Iceland Excursions Allrahanda ehf. dags. 13.3.2009 um lóð að Skarfabakka 6 fyrir þjónustuhús.
Hafnarstjórn samþykkir að breyta deiliskipulagi lóðarinnar nr. 6 við Skarfabakka í samræmi við fyrirliggjandi uppdrátt. Hafnarstjóra heimilað að ganga frá lóðagjaldasamningi við Iceland Excursions þegar breyting á deiliskipulagi hefur verið staðfest.
 
7.    Skýrsla starfshóps varðandi olíubirgðastöðina í Örfirisey frá 2006, verkefnisstjórnar um sama málefni frá 2007 og áhættumat COWI frá 2007.
Lagt fram. Hafnarstjórn samþykkir að kynna efni skýrslanna á sérstökum fundi.
 
8.    Bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 20.3.2009 um áhættumat fyrir höfuðborgarsvæðið.
Lagt fram. Hafnarstjóra falið að vinna að málinu.
 
9.    Bréf Slysavarnafélagsins Landsbjargar dags. 12.3.2009 um framtíðaraðstöðu fyrir Slysavarnaskóla sjómanna á svæði gömlu hafnarinnar í Reykjavík.
Vísað til nefndar um hugmyndasamkeppni fyrir Gömlu höfnina.
 
10.Bréf Garðars Berg Guðjónssonar og Brynju Ríkeyjar Birgisdóttur dags. 18.3.2009 varðandi hugmyndir um ferðamannaverslun o.fl. í verbúðunum við Suðurbugt.
Hafnarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
 
11.Umsókn Árna Benediktssonar dags. 9.3.2009 um styrk vegna endurbóta á Eyjarslóð 7.
Hafnarstjórn getur ekki orðið við erindinu.
 
12.Bréf GP Arkitekta f.h. eigenda dags. 1.4.2009 þar sem óskað er breytinga á hluta hússins Fiskislóðar 31 í íbúðarhótel. Minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 15.4.2009.
Með vísan til ákvæða skipulags um landnýtingu er ekki unnt að fallast á erindið.
 
13.Önnur mál.
a.    Næsti fundur stjórnar.
b.    Minnisatriði fundar undirbúningsnefndar um hugmyndasamkeppni frá 16. apríl 2009.
c.    Kynning fyrir frambjóðendur
d.    Kynningarfundur fyrir fulltrúa eigenda.
Samþykkt að næsti fundur stjórnar verði föstudaginn 8. maí n.k. Minnisatriðin lögð fram. Hafnarstjóri gerði grein fyrir kynningarfundi sem haldinn var þann 16. apríl s.l. Samþykkt að halda kynningarfund fyrir fulltrúa eigenda þann 22. maí n.k.
 
 
 
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 10:30

Fundur nr. 60
Ár 2009, föstudaginn 17. apríl kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.
Mættir:

Júlíus Vífill Ingvarsson

Guðmundur Gíslason

Hallfreður Vilhjálmsson

Páll Snær Brynjarsson

Þorleifur Gunnlaugsson

Jórunn Frímannsdóttir

Sæmundur Víglundsson

Varafulltrúar:

Björk Vilhelmsdóttir

Áheyrnarfulltrúar:

Guðni R. Tryggvason

Sigríður Sigurbjörnsdóttir

Auk þess sátu fundinn: Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð, Jón Þorvaldsson, forstöðumaður þróunarmála, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar og Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi.
1. Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2009 ásamt greinargerð hafnarstjóra.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir breytingum á rekstri og fjárfestingum. Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingu á fjárhags¬áætlun ársins. 
2. Gjaldskrármál.
Fram kom hjá hafnarstjóra að í kjölfar útboðs á gæslu á Grundartanga hefði verið hætt að innheimta tímagjald á skip vegna hafnarverndar á Grundartanga og lækka því álögð gjöld á skip sem þangað koma. Hafnarstjóri gerði grein fyrir tillögu um að færa ákvæði gjaldskrár varðandi stærðarmörk skipa til fyrra horfs. Samþykkt að taka málið að nýju fyrir á næsta fundi.
3. Yfirlit hafnarstjóra og aðstoðarhafnarstjóra um helstu framkvæmda Faxaflóahafna sf. næstu ár.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir helstu verkefnum á komandi árum. Greinargerðin lögð fram.
4. Aðalfundur Faxaflóahafna sf. Drög að ársskýrslu stjórnar og hafnarstjóra vegna ársins 2008.
Hafnarstjórn samþykkir að boða til aðalfundar Faxaflóahafna sf. miðvikudaginn 20. maí n.k. kl. 16:00 í Sjóminjasafninu. Drög að ársskýrslu lögð fram. 
5. Græn skýrsla vegan starfsemi Faxaflóahafna sf. 2008.
Hafnarstjórn samþykkir skýrsluna.
6. Umsókn Iceland Excursions Allrahanda ehf. dags. 13.3.2009 um lóð að Skarfabakka 6 fyrir þjónustuhús.
Hafnarstjórn samþykkir að breyta deiliskipulagi lóðarinnar nr. 6 við Skarfabakka í samræmi við fyrirliggjandi uppdrátt. Hafnarstjóra heimilað að ganga frá lóðagjaldasamningi við Iceland Excursions þegar breyting á deiliskipulagi hefur verið staðfest. 
7. Skýrsla starfshóps varðandi olíubirgðastöðina í Örfirisey frá 2006, verkefnisstjórnar um sama málefni frá 2007 og áhættumat COWI frá 2007.
Lagt fram. Hafnarstjórn samþykkir að kynna efni skýrslanna á sérstökum fundi. 
8. Bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 20.3.2009 um áhættumat fyrir höfuðborgarsvæðið.
Lagt fram. Hafnarstjóra falið að vinna að málinu.
9. Bréf Slysavarnafélagsins Landsbjargar dags. 12.3.2009 um framtíðaraðstöðu fyrir Slysavarnaskóla sjómanna á svæði gömlu hafnarinnar í Reykjavík.
Vísað til nefndar um hugmyndasamkeppni fyrir Gömlu höfnina.
10. Bréf Garðars Berg Guðjónssonar og Brynju Ríkeyjar Birgisdóttur dags. 18.3.2009 varðandi hugmyndir um ferðamannaverslun o.fl. í verbúðunum við Suðurbugt.
Hafnarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
11. Umsókn Árna Benediktssonar dags. 9.3.2009 um styrk vegna endurbóta á Eyjarslóð 7.
Hafnarstjórn getur ekki orðið við erindinu.
12. Bréf GP Arkitekta f.h. eigenda dags. 1.4.2009 þar sem óskað er breytinga á hluta hússins Fiskislóðar 31 í íbúðarhótel. Minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 15.4.2009.
Með vísan til ákvæða skipulags um landnýtingu er ekki unnt að fallast á erindið.

13. Önnur mál.

a. Næsti fundur stjórnar.

b. Minnisatriði fundar undirbúningsnefndar um hugmyndasamkeppni frá 16. apríl 2009.

c. Kynning fyrir frambjóðendur

d. Kynningarfundur fyrir fulltrúa eigenda.

Samþykkt að næsti fundur stjórnar verði föstudaginn 8. maí n.k. Minnisatriðin lögð fram. Hafnarstjóri gerði grein fyrir kynningarfundi sem haldinn var þann 16. apríl s.l. Samþykkt að halda kynningarfund fyrir fulltrúa eigenda þann 22. maí n.k. 
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 10:30

FaxaportsFaxaports linkedin