Ár 2009 , föstudaginn 9. janúar kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.
Fundur nr. 57
Ár 2009, föstudaginn 9. janúar kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.
Mættir:
Júlíus Vífill Ingvarsson
Dagur B. Eggertsson
Guðmundur Gíslason
Sæmundur Víglundsson
Hallfreður Vilhjálmsson
Páll Snær Brynjarsson
Varafulltr.:
Ólafur R. Jónsson
Oddný Sturludóttir
Áheyrnarfulltrúar:
Sigríður Sigurbjörnsdóttir
Guðni R. Tryggvason.
Auk þess sátu fundinn: Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð, Jón Þorvaldsson, forstöðumaður þróunarmála, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar og Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi Þrír fundarmanna, þeir Páll, Sæmundur og Hallfreður voru í símasambandi.
1. Gjaldskrá Faxaflóahafna sf. Minnisblað hafnarstjóra um þróun gjalda og áhrif gjaldskrárbreytingarinnar, dags. 15.12.2008
Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingu á gjaldskrá Faxaflóahafna sf. sem taki gildi 1. febrúar. Stjórnin samþykkir að taka gjaldskránna að nýju til umfjöllunar á fundi í maímánuði.
DBE og OS sátu hjá við afgreiðslu málsins.
Samþykkt að taka fjárhagsáætlun fyrirtækisins til skoðunar í marsmánuði.
2. Erindi Iceland Excursions Allrahanda ehf. dags. 19.12.2008 um ítrekun umsóknar um lóð fyrir þjónustuhús við Skarfabakka.
Lagt fram. Hafnarstjóra falið að skoða málið.
3. Bréf skipulagsráðs dags. 18.12.2008 vegna umsóknar ABZ-A um lóð við Ægisgarð.
Lagt fram. Samþykkt að vísa erindinu til umfjöllunar nefndar.
4. Bréf Hvalfjarðarsveitar dags. 17. 12. 2008 þar sem óskað er eftir tilnefningu í samstarfshóp um umhverfismál á Grundartanga.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir viðræðum við fulltrúa Hvalfjarðarsveitar um aukið samstarf í umhverfismálum. Samþykkt að skipulagsfulltrúi Faxaflóa¬hafna sf. verði fulltrúi fyrirtækisins í samstarfshópnum.
5. Önnur mál.
Lögð fram áætlun um fundi stjórnar á árinu 2009.
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 09:36