Ár 2008, föstudaginn 10. október kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.

 
Mættir:           
             Júlíus Vífill Ingvarsson
             Hallfreður Vilhjálmsson
             Dagur B. Eggertsson
             Guðmundur Gíslason
             Páll Snævar Brynjarsson
             Þorleifur Gunnlaugsson
             Jórunn Frímannsdóttir
 
Varafulltrúi: 
             Þórður Þórðarson
 
Áheyrnarfulltrúar: 
             Sigríður Sigurbjörnsdóttir
             Guðni R. Tryggvason.
                       
 
Auk þess sátu fundinn: Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð, Jón Þorvaldsson, forstöðumaður þróunarmála, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar og Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi.
 
 
1.     Drög að fjárhagsáætlun ársins 2009 og drög að framkvæmdaáætlun áranna 2009 – 2014.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 2009. Hafnarstjórn samþykkir að taka áætlunina til afgreiðslu á næsta fundi stjórnar.
 
2.    Vegtengingar frá Klöpp að Ánanaustum. 
Ólafur Bjarnason, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar mætti á fundinn og gerði grein fyrir skýrslu um vegtengingar frá Klöpp að Ánanaustum.
 
Stjórn Faxaflóahafna sf. tekur undir bókun borgarráðs frá 9. þ.m. varðandi jarðgöng frá TRH reit út í Ánanaust. Brýnt er að ljúka nauðsynlegum jarðfræðirannsóknum sem allra fyrst svo að unnt verði að taka afstöðu til hvort jarðgöng geti komið í stað vegstokks, sem nú er gert ráð fyrir að liggi um Geirsgötu að Ánanaustum. Af þeim upplýsingum sem þegar liggja fyrir er ljóst að jarðgöng hafa mikilvæga kosti umfram stokk, sérstaklega með tilliti til framkvæmda og uppbyggingu Mýrargötu- og slippasvæðis. Það svæði er að hluta tilbúið til úthlutunar en óvissa varðandi umferðarmannvirki geta tafið frekari framgang málsins. Verði gerð jarðganga talinn fýsilegur kostur í stað lagningar vegstokks er stjórn Faxaflóahafna sf. fylgjandi slíkum fyrirætlunum.
ÞG situr hjá við afgreiðslu málsins.
 
3.    Heimild til lántöku vegna smíði á dráttarbát.
Hafnarstjórn samþykkir að taka 1,5 milljón evra lán til allt að 5 ára. Hafnarstjóra falið að undirrita nauðsynleg lánaskjöl.
 
4.    Samantekt skipulagsfulltrúa dags. 7.10.2008 um þróun verslunar á svæðinu frá Kleppsmýrarvegi að Holtagörðum. Bréf THG Arkitekta f.h. húseigenda vegna breytinga á fasteigninni Skútuvogur 3. Minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 14.8. 2008.
Hafnarstjórn getur fyrir sitt leyti fallist á að leyfð verði verslun í fasteigninni Skútuvogur 3. Áhersla er lögð á að aðkoma verði einungis frá Skútuvogi. Hins vegar er bent á að breytingar á fasteigninni verði að rúmast innan ákvæða deiliskipulags um nýtingarhlutfall.
 
5.    Samantekt skipulagsfulltrúa og forstöðumanns rekstrardeildar dags. 6.10.2008 varðandi breytta notkun verbúða við Geirsgötu og hluta Grandagarðs.
Stjórn Faxaflóahafna sf. samþykkja að leggja til við skipulagsráð Reykjavíkurborgar að eftirfarandi breyting verði gerð á skilmálum deiliskipulags vegna verbúðanna við Geirsgötu:
“Á reitnum skal fyrst og fremst gera ráð fyrir starfsemi sem er í samræmi við starfsemi á miðborgarsvæði, svo sem verslanir, ferðaþjónustu, veitingahús, vinnustofur listamanna og verslanir þeim tengdum auk hafnsækinnar starfsemi sem tengist útgerð smábáta. Ekki er gert ráð fyrir íbúðum á svæðinu.”
Hafnarstjóra er falið að láta vinna áætlun um nauðsynlegar endurbætur á verbúðunum sem miða við að unnt verði að gera ráð fyrir víðtækari notkun þeirra svo og kostnaðaráætlun.
Stjórnin samþykkir einnig að leggja til við skipulagsráð Reykjavíkurborgar að samþykkt verði einnig að breyta aðalskipulagi verbúða á Grandagarði að Grunnslóð á þann veg að gert verði ráð fyrir rýmri heimildum til notkunar með sama hætti og lagt er til varðandi verbúðirnar á Geirsgötu.
 
6.    Drög að söluskilmálum ásamt kynningarbæklingi dags. 6.10.2008 varðandi sölu byggingarréttar á Mýrargötusvæði. Minnisblað Landslaga Lögfræðistofu dags. 7.10.2008
Hafnarstjóri gerði grein fyrir fyrirliggjandi gögnum. 
 
7.    Bréf sveitarstjóra Hvalfjarðarsveitar dags. 10.9.2008 um hugmyndir um samstarf vegna umhverfisfulltrúa í Hvalfjarðarsveit.
Hafnarstjórn er reiðubúin til þess að taka upp aukið samstarf við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar án þess að slíkt feli í sér ráðningu sérstaks starfsmanns og felur hafnarstjóra að taka upp viðræður þar að lútandi við sveitarfélagið.
 
8.    Bréf formanns Hitaveitufélags Hvalfjarðar sf. dags. 17.9.2008 um beiðni um innlausn 2,38% eignarhlutar Faxaflóahafna sf. í Hitaveitufélagi Hvalfjarðar sf. til félagsins.
Stjórn Faxaflóahafna sf. er reiðubúin til þess að selja hitaveitufélaginu eignarhluta sinn enda verði miðað við sambærilegar innlausnir á hlutum félagsmanna.
 
9.    Umferðarmerkingar í Sundahöfn og Vesturhöfn.
Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu og felur hafnarstjóra að leita eftir staðfestingu viðeigandi aðila.
 
10.Tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðar við Grandagarð þar sem gert verði ráð fyrir sjálfsafgreiðslustöð á eldsneyti.
Afgreiðslu frestað.
 
11.Erindi skrifstofu borgarstjórnar dags. 18.9.2008 þar sem óskað er umsagnar um þátttöku Reykjavíkurborgar í EXPO Shanghai 2010.
Lagt fram.
 
12.Yfirlit kostnaðar vegna launa og ferða stjórnar og starfsmanna Faxaflóahafna sf. á tímabilinu frá 2005 – 2008.
Yfirlitið lagt fram. Hafnarstjóra falið að senda Reykjavíkurborg umbeðnar upplýsingar.
 
13.Önnur mál.
a.    Erindi um framlag vegna úttektar á möguleikum Norðurhafssiglinga.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir erindinu og er honum falið að ræða málið frekar við hlutaðeigandi aðila. 
b.    Staða kjarasamninga.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir þeim viðræðum sem átt hafa sér stað við fulltrúa stéttarfélaga starfsmanna Faxaflóahafna sf.
 
 
 
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl.  11:15
 
 
 

Fundur nr. 54
Ár 2008, föstudaginn 10. október kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.
Mættir:

Júlíus Vífill Ingvarsson

Hallfreður Vilhjálmsson

Dagur B. Eggertsson

Guðmundur Gíslason

Páll Snævar Brynjarsson

Þorleifur Gunnlaugsson

Jórunn Frímannsdóttir

Varafulltrúi:

Þórður Þórðarson

Áheyrnarfulltrúar:

Sigríður Sigurbjörnsdóttir

Guðni R. Tryggvason.

Auk þess sátu fundinn: Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð, Jón Þorvaldsson, forstöðumaður þróunarmála, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar og Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi.
1. Drög að fjárhagsáætlun ársins 2009 og drög að framkvæmdaáætlun áranna 2009 – 2014.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 2009. Hafnarstjórn samþykkir að taka áætlunina til afgreiðslu á næsta fundi stjórnar. 
2. Vegtengingar frá Klöpp að Ánanaustum.
Ólafur Bjarnason, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar mætti á fundinn og gerði grein fyrir skýrslu um vegtengingar frá Klöpp að Ánanaustum.
Stjórn Faxaflóahafna sf. tekur undir bókun borgarráðs frá 9. þ.m. varðandi jarðgöng frá TRH reit út í Ánanaust. Brýnt er að ljúka nauðsynlegum jarðfræðirannsóknum sem allra fyrst svo að unnt verði að taka afstöðu til hvort jarðgöng geti komið í stað vegstokks, sem nú er gert ráð fyrir að liggi um Geirsgötu að Ánanaustum. Af þeim upplýsingum sem þegar liggja fyrir er ljóst að jarðgöng hafa mikilvæga kosti umfram stokk, sérstaklega með tilliti til framkvæmda og uppbyggingu Mýrargötu- og slippasvæðis. Það svæði er að hluta tilbúið til úthlutunar en óvissa varðandi umferðarmannvirki geta tafið frekari framgang málsins. Verði gerð jarðganga talinn fýsilegur kostur í stað lagningar vegstokks er stjórn Faxaflóahafna sf. fylgjandi slíkum fyrirætlunum.
ÞG situr hjá við afgreiðslu málsins. 
3. Heimild til lántöku vegna smíði á dráttarbát.
Hafnarstjórn samþykkir að taka 1,5 milljón evra lán til allt að 5 ára. Hafnarstjóra falið að undirrita nauðsynleg lánaskjöl. 
4. Samantekt skipulagsfulltrúa dags. 7.10.2008 um þróun verslunar á svæðinu frá Kleppsmýrarvegi að Holtagörðum. Bréf THG Arkitekta f.h. húseigenda vegna breytinga á fasteigninni Skútuvogur 3. Minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 14.8. 2008.
Hafnarstjórn getur fyrir sitt leyti fallist á að leyfð verði verslun í fasteigninni Skútuvogur 3. Áhersla er lögð á að aðkoma verði einungis frá Skútuvogi. Hins vegar er bent á að breytingar á fasteigninni verði að rúmast innan ákvæða deiliskipulags um nýtingarhlutfall.
5. Samantekt skipulagsfulltrúa og forstöðumanns rekstrardeildar dags. 6.10.2008 varðandi breytta notkun verbúða við Geirsgötu og hluta Grandagarðs.
Stjórn Faxaflóahafna sf. samþykkja að leggja til við skipulagsráð Reykjavíkurborgar að eftirfarandi breyting verði gerð á skilmálum deiliskipulags vegna verbúðanna við Geirsgötu:
“Á reitnum skal fyrst og fremst gera ráð fyrir starfsemi sem er í samræmi við starfsemi á miðborgarsvæði, svo sem verslanir, ferðaþjónustu, veitingahús, vinnustofur listamanna og verslanir þeim tengdum auk hafnsækinnar starfsemi sem tengist útgerð smábáta. Ekki er gert ráð fyrir íbúðum á svæðinu.”
Hafnarstjóra er falið að láta vinna áætlun um nauðsynlegar endurbætur á verbúðunum sem miða við að unnt verði að gera ráð fyrir víðtækari notkun þeirra svo og kostnaðaráætlun.
Stjórnin samþykkir einnig að leggja til við skipulagsráð Reykjavíkurborgar að samþykkt verði einnig að breyta aðalskipulagi verbúða á Grandagarði að Grunnslóð á þann veg að gert verði ráð fyrir rýmri heimildum til notkunar með sama hætti og lagt er til varðandi verbúðirnar á Geirsgötu.
6. Drög að söluskilmálum ásamt kynningarbæklingi dags. 6.10.2008 varðandi sölu byggingarréttar á Mýrargötusvæði. Minnisblað Landslaga Lögfræðistofu dags. 7.10.2008
Hafnarstjóri gerði grein fyrir fyrirliggjandi gögnum.
7. Bréf sveitarstjóra Hvalfjarðarsveitar dags. 10.9.2008 um hugmyndir um samstarf vegna umhverfisfulltrúa í Hvalfjarðarsveit.
Hafnarstjórn er reiðubúin til þess að taka upp aukið samstarf við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar án þess að slíkt feli í sér ráðningu sérstaks starfsmanns og felur hafnarstjóra að taka upp viðræður þar að lútandi við sveitarfélagið.
8. Bréf formanns Hitaveitufélags Hvalfjarðar sf. dags. 17.9.2008 um beiðni um innlausn 2,38% eignarhlutar Faxaflóahafna sf. í Hitaveitufélagi Hvalfjarðar sf. til félagsins.
Stjórn Faxaflóahafna sf. er reiðubúin til þess að selja hitaveitufélaginu eignarhluta sinn enda verði miðað við sambærilegar innlausnir á hlutum félagsmanna.
9. Umferðarmerkingar í Sundahöfn og Vesturhöfn.
Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu og felur hafnarstjóra að leita eftir staðfestingu viðeigandi aðila.
10. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðar við Grandagarð þar sem gert verði ráð fyrir sjálfsafgreiðslustöð á eldsneyti.
Afgreiðslu frestað.
11. Erindi skrifstofu borgarstjórnar dags. 18.9.2008 þar sem óskað er umsagnar um þátttöku Reykjavíkurborgar í EXPO Shanghai 2010.
Lagt fram. 
12. Yfirlit kostnaðar vegna launa og ferða stjórnar og starfsmanna Faxaflóahafna sf. á tímabilinu frá 2005 – 2008.
Yfirlitið lagt fram. Hafnarstjóra falið að senda Reykjavíkurborg umbeðnar upplýsingar.
13. Önnur mál.

a. Erindi um framlag vegna úttektar á möguleikum Norðurhafssiglinga.

Hafnarstjóri gerði grein fyrir erindinu og er honum falið að ræða málið frekar við hlutaðeigandi aðila.

b. Staða kjarasamninga.

Hafnarstjóri gerði grein fyrir þeim viðræðum sem átt hafa sér stað við fulltrúa stéttarfélaga starfsmanna Faxaflóahafna sf. 
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 11:15
 

FaxaportsFaxaports linkedin