Ár 2008, mánudaginn 9. júní kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 13:00.

 
Mættir:
     Júlíus Vífill Ingvarsson
     Jórunn Frímannsdóttir
     Hallfreður Vilhjálmsson
     Björk Vilhelmsdóttir
     Sæmundur Víglundsson
     Ásta Þorleifsdóttir
     Páll Snævar Brynjarsson
     Óskar Bergsson
 
Varafulltrúi: 
     Ólöf Guðný Valdimarsdóttir tók sæti Ást Þorleifsdóttur kl. 13:50. 
     Ólafur R. Jónsson tók sæti Jórunnar Frímannsdóttur kl, 14:10.
                                  
Áheyrnarfulltrúar:
     Sigríður Sigurbjörnsdóttir
     Guðni R. Tryggvason.
                       
 
Auk þess sátu fundinn: Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð, Jón Þorvaldsson, forstöðumaður þróunarmála, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar og Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi.
 
Formaður bauð nýja áheyrnarfulltrúa, þau Guðna Tryggvason og Sigríði Sigurbjörnsdóttur, velkomna til síns fyrsta fundar.
 
1.     Umsókn Smábátafélags Reykjavíkur dags. 19.5.2008 um styrk vegna endurnýjunar á tölvubúnaði eftirlitsmyndavélakerfis félagsins í Suðurbugt.
Hafnarstjórn samþykkir að veita Smábátafélagi Reykjavíkur styrk að fjárhæð kr. 140.000 til kaupa á tölvubúnaði vegna eftirlits með bátum.
 
2.    Umsókn Harðar Harðarsonar dags. 30.5.2008 um stækkun lóðar og viðbyggingu við Mýrargötu 14. Minnisblað skipulagsfulltrúa Faxaflóahafna sf. dags. 3.6.2008.
Samþykkt að fresta afgreiðslu erindisins.
 
3.    Erindi R. Sigmundssonar ehf. um breytingu á skipulagi lóðarinnar Klettagarðar nr. 25. Minnisblað skipulagsfulltrúa Faxaflóahafna sf. dags. 4.6.2008.
Hafnarstjórn samþykkir að deiliskipulagi lóðarinnar við Klettagarða 25 verði breytt þannig að unnt verði að setja þar upp bráðabirgða sýningaraðstöðu til allt að þriggja ára.
4.    Bréf skipulags- og byggingarsviðs dags. 5.6.2008 um drög að tillögu að breyttu aðalskipulagi Reykjavíkur varðandi legu 1. áfanga Sundabrautar.
     Afgreiðslu frestað.
 
5.    Kynningargögn varðandi Geirsgötustokk. Málefni Mýrargötustokks.
     Klukkan 13:50 vék Ásta af fundi og tók sæti hennar Ólöf Guðný Valdimarsdóttir.
 
Formaður hafnarstjórnar lagði fram eftirfarandi bókun:
 
Stjórn Faxaflóahafna sf. telur að gerð stokks á Geirsgötu muni verulega bæta samgöngur um svæðið næst Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu. Gönguleiðir og tengingar vegfarenda við Kvosina batna mikið. Tillaga starfshóps sem lögð hefur verið fram opnar að hluta fyrir aukna íbúðar- og atvinnubyggð úti í Örfirisey en forsenda uppbyggingar er að samgöngulausnir séu vel skipulagðar og tryggðar.
 
Stjórn felst ekki á að umferð úr göngunum komi upp við Miðbakka fyrir framan Tollhúsið, eins og sýnt er á teikningum með tillögu starfshópsins. Miðbakkinn og höfnin er mikilvægur hluti miðborgarinnar. Ljóst má vera að þetta vinsæla svæði mun lokast af og gæði þess breytast verulega til hins verra ef stórir gangamunnar við bakkann með öryggisveggjum, umferðargný og mengun munu verða ráðandi á svæðinu.
 
Frumkostnaðaráætlun hefur verið gerð en ekki liggur fyrir hversu gangamunnar einir sér muni kosta.  Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir því hvað kynnt bráðabirgðalausn kostar og kostnaðarsamanburður gerður sem miðar við að stokkur verði lagður strax í einu lagi út í Ánanaust. 
 
Deiliskipulag Mýrargötusvæðisins gerir ráð fyrir því að svonefndur Mýrargötustokkur liggi frá Ægisgötu og út í Ánanaust. Faxaflóahafnir sf. hafa stefnt að því að bjóða út byggingarétt á svæðinu seinni hluta þessa árs. Mýrargötustokkur er því ekki síður mikilvægur en Geirsgötustokkur. Niðurstaða stjórnar er að taka ber þessa tvo nánast samliggjandi stokka í einu lagi og í fjórum akreinum frá Klöpp að Ánanaustum.
 
Hafnarstjórn samþykkir bókunina.
 
Jórunn Frímannsdóttir og Óskar Bergsson véku af fundi kl. 14:10 og tók Ólafur R. Jónsson sæti Jórunnar.
 
6.    Hugmyndasamkeppni um hafnarsvæði Gömlu hafnarinnar í Reykjavík. Tillaga að fyrirkomulagi. Bréf skipulagsráðs dags. 5.6.2008 um tilnefningu í stýrihóp.
Hafnarstjórn samþykkir að í stýrihópi vegna hugmyndasamkeppni fyrir hafnarsvæði Gömlu hafnarinnar verði Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður, og Dagur B. Eggertsson. Af hálfu skipulagsráðs hefur Gísli Marteinn Baldursson verið tilnefndur í stýrihópinn.   Að auki verði í starfshópnum hafnarstjóri og skipulagsfullt
rúi Faxaflóahafna sf., skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar og einn fulltrúi að auki frá skipulagssviði.
 
7.    Endurskoðun á samningum við Eimskip hf. og Samskip hf. varðandi farmvernd. Minnisblað forstöðumanns þróunar- og gæðamála dags. 3.6.2008.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir efni málsins og samþykkir hafnarstjórn að fela honum að ganga frá samningum við Eimskip hf. og Samskip hf. á grundvelli fyrirliggjandi gagna.
 
8.    Gjaldskrármál.
a.    Tillaga að breytingu á álagi á vörugjöld vegna farmverndar.
b.    Gjöld vegna byggingarréttar í Reykjavík og á Grundartanga.
Hafnarstjórn samþykkir að frá og með 1. júlí verði álag á vörugjöld vegna hafnarverndar 18,5% í stað 17%.
Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að lóðagjöldum á starfssvæði fyrirtækisins.
 
9.    Bréf borgarstjórnar Reykjavíkur dags. 4.6.2008 um tilnefningu aðal- og varafulltrúa Reykjavíkurborgar í stjórn Faxaflóahafna sf.
Lagt fram.
 
10.Tillaga að útliti merkinga sögustaða við Gömlu höfnina í Reykjavík.
Málið rætt. Hafnarstjóra falið að skoða málið betur með hliðsjón af umræðum á fundinum.
 
11.Minnisblað forstöðumanns rekstrardeildar Faxaflóahafna sf. dags. 28.5.2008 um leigumál samgönguráðuneytisins.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir málinu.
 
12.Nýjar samþykktir fyrir Faxaflóahafnir sf.  Lagt fram.
13.Erindi Jörundar Guðmundssonar dags. 6.6.2008 um staðsetningu tívolís á bílastæði við Skarfabakka.
Hafnarstjóra falið að ræða við bréfritara.
 
14.Önnur mál:
a.    Skjal um afhendingu dráttarbátsins Magna til Sjóminjasafnsins.
b.    Afhending á Fjörusteininum til Nathan og Olsen.
c.    Greiðsla viðbótarálags á lífeyrisgreiðslur stjórnarmanna skv. almennum kjarasamningum.
d.    Næsti fundur hafnarstjórnar.
Gerð var grein fyrir því að Magni hafi verið afhentur Sjóminjasafninu til varðveislu þann 31. maí s.l. Þá var greint frá því að á aðalfundi fyrirtækisins var fyrirtækinu Nathan og Olsen veittur Fjörusteinninn fyrir snyrtilegan frágang og hönnun húss að Klettagörðum 19.
Hafnarstjórn samþykkir að greiða viðbótar lífeyrisálag til þeirra stjórnarmanna sem þess óska enda er slíkt í samræmi við almenna kjarasamninga.
Formaður greindi frá því að hann ásamt hafnarstjóra og skipulagsfulltrúa munu sækja aðalfund IAVP í Stokkhólmi í lok júnímánaðar.
Samþykkt að næsti stjórnarfundur verð haldinn 19. ágúst kl. 12:00 í Borgarnesi.
 
 
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 15:10
 

Fundur nr. 52
Ár 2008, mánudaginn 9. júní kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 13:00.
Mættir:

Júlíus Vífill Ingvarsson

Jórunn Frímannsdóttir

Hallfreður Vilhjálmsson

Björk Vilhelmsdóttir

Sæmundur Víglundsson

Ásta Þorleifsdóttir

Páll Snævar Brynjarsson

Óskar Bergsson

Varafulltrúi:

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir tók sæti Ást Þorleifsdóttur kl. 13:50. Ólafur R.

Jónsson tók sæti Jórunnar Frímannsdóttur kl, 14:10.

Áheyrnarfulltrúar:

Sigríður Sigurbjörnsdóttir

Guðni R. Tryggvason.

Auk þess sátu fundinn: Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð, Jón Þorvaldsson, forstöðumaður þróunarmála, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar og Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi.
Formaður bauð nýja áheyrnarfulltrúa, þau Guðna Tryggvason og Sigríði Sigurbjörnsdóttur, velkomna til síns fyrsta fundar.
1. Umsókn Smábátafélags Reykjavíkur dags. 19.5.2008 um styrk vegna endurnýjunar á tölvubúnaði eftirlitsmyndavélakerfis félagsins í Suðurbugt.
Hafnarstjórn samþykkir að veita Smábátafélagi Reykjavíkur styrk að fjárhæð kr. 140.000 til kaupa á tölvubúnaði vegna eftirlits með bátum. 
2. Umsókn Harðar Harðarsonar dags. 30.5.2008 um stækkun lóðar og viðbyggingu við Mýrargötu 14. Minnisblað skipulagsfulltrúa Faxaflóahafna sf. dags. 3.6.2008.
Samþykkt að fresta afgreiðslu erindisins. 
3. Erindi R. Sigmundssonar ehf. um breytingu á skipulagi lóðarinnar Klettagarðar nr. 25. Minnisblað skipulagsfulltrúa Faxaflóahafna sf. dags. 4.6.2008.
Hafnarstjórn samþykkir að deiliskipulagi lóðarinnar við Klettagarða 25 verði breytt þannig að unnt verði að setja þar upp bráðabirgða sýningaraðstöðu til allt að þriggja ára.
4. Bréf skipulags- og byggingarsviðs dags. 5.6.2008 um drög að tillögu að breyttu aðalskipulagi Reykjavíkur varðandi legu 1. áfanga Sundabrautar.
Afgreiðslu frestað. 
5. Kynningargögn varðandi Geirsgötustokk. Málefni Mýrargötustokks.
Klukkan 13:50 vék Ásta af fundi og tók sæti hennar Ólöf Guðný Valdimarsdóttir. 
Formaður hafnarstjórnar lagði fram eftirfarandi bókun: 
Stjórn Faxaflóahafna sf. telur að gerð stokks á Geirsgötu muni verulega bæta samgöngur um svæðið næst Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu. Gönguleiðir og tengingar vegfarenda við Kvosina batna mikið. Tillaga starfshóps sem lögð hefur verið fram opnar að hluta fyrir aukna íbúðar- og atvinnubyggð úti í Örfirisey en forsenda uppbyggingar er að samgöngulausnir séu vel skipu¬lagðar og tryggðar. 
Stjórn felst ekki á að umferð úr göngunum komi upp við Miðbakka fyrir framan Tollhúsið, eins og sýnt er á teikningum með tillögu starfshópsins. Miðbakkinn og höfnin er mikilvægur hluti miðborgarinnar. Ljóst má vera að þetta vinsæla svæði mun lokast af og gæði þess breytast verulega til hins verra ef stórir gangamunnar við bakkann með öryggisveggjum, umferðargný og mengun munu verða ráðandi á svæðinu. 
Frumkostnaðaráætlun hefur verið gerð en ekki liggur fyrir hversu ganga¬munnar einir sér muni kosta. Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir því hvað kynnt bráðabirgðalausn kostar og kostnaðarsamanburður gerður sem miðar við að stokkur verði lagður strax í einu lagi út í Ánanaust. 
Deiliskipulag Mýrargötusvæðisins gerir ráð fyrir því að svonefndur Mýrargötu-stokkur liggi frá Ægisgötu og út í Ánanaust. Faxaflóahafnir sf. hafa stefnt að því að bjóða út byggingarétt á svæðinu seinni hluta þessa árs. Mýrargötu¬stokkur er því ekki síður mikilvægur en Geirsgötustokkur. Niðurstaða stjórnar er að taka ber þessa tvo nánast samliggjandi stokka í einu lagi og í fjórum akreinum frá Klöpp að Ánanaustum. 
Hafnarstjórn samþykkir bókunina. 
Jórunn Frímannsdóttir og Óskar Bergsson véku af fundi kl. 14:10 og tók Ólafur R. Jónsson sæti Jórunnar. 
6. Hugmyndasamkeppni um hafnarsvæði Gömlu hafnarinnar í Reykjavík. Tillaga að fyrirkomulagi. Bréf skipulagsráðs dags. 5.6.2008 um tilnefningu í stýrihóp.
Hafnarstjórn samþykkir að í stýrihópi vegna hugmyndasamkeppni fyrir hafnarsvæði Gömlu hafnarinnar verði Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður, og Dagur B. Eggertsson. Af hálfu skipulagsráðs hefur Gísli Marteinn Baldursson verið tilnefndur í stýrihópinn. Að auki verði í starfshópnum hafnarstjóri og skipulagsfulltrúi Faxaflóahafna sf., skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar og einn fulltrúi að auki frá skipulagssviði. 
7. Endurskoðun á samningum við Eimskip hf. og Samskip hf. varðandi farmvernd. Minnisblað forstöðumanns þróunar- og gæðamála dags. 3.6.2008.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir efni málsins og samþykkir hafnarstjórn að fela honum að ganga frá samningum við Eimskip hf. og Samskip hf. á grundvelli fyrirliggjandi gagna. 
8. Gjaldskrármál.

a. Tillaga að breytingu á álagi á vörugjöld vegna farmverndar.

b. Gjöld vegna byggingarréttar í Reykjavík og á Grundartanga.

Hafnarstjórn samþykkir að frá og með 1. júlí verði álag á vörugjöld vegna hafnarverndar 18,5% í stað 17%.
Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að lóðagjöldum á starfssvæði fyrirtækisins. 
9. Bréf borgarstjórnar Reykjavíkur dags. 4.6.2008 um tilnefningu aðal- og varafulltrúa Reykjavíkurborgar í stjórn Faxaflóahafna sf.
Lagt fram. 
10. Tillaga að útliti merkinga sögustaða við Gömlu höfnina í Reykjavík.
Málið rætt. Hafnarstjóra falið að skoða málið betur með hliðsjón af umræðum á fundinum. 
11. Minnisblað forstöðumanns rekstrardeildar Faxaflóahafna sf. dags. 28.5.2008 um leigumál samgönguráðuneytisins.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir málinu. 
12. Nýjar samþykktir fyrir Faxaflóahafnir sf.
Lagt fram. 
13. Erindi Jörundar Guðmundssonar dags. 6.6.2008 um staðsetningu tívolís á bílastæði við Skarfabakka.
Hafnarstjóra falið að ræða við bréfritara. 
14. Önnur mál:

a. Skjal um afhendingu dráttarbátsins Magna til Sjóminjasafnsins.

b. Afhending á Fjörusteininum til Nathan og Olsen.

c. Greiðsla viðbótarálags á lífeyrisgreiðslur stjórnarmanna skv. almennum kjarasamningum.

d. Næsti fundur hafnarstjórnar.

Gerð var grein fyrir því að Magni hafi verið afhentur Sjóminjasafninu til varð-veislu þann 31. maí s.l. Þá var greint frá því að á aðalfundi fyrirtækisins var fyrirtækinu Nathan og Olsen veittur Fjörusteinninn fyrir snyrtilegan frágang og hönnun húss að Klettagörðum 19.
Hafnarstjórn samþykkir að greiða viðbótarlífeyrisálag til þeirra stjórnarmanna sem þess óska enda er slíkt í samræmi við almenna kjarasamninga.
Formaður greindi frá því að hann ásamt hafnarstjóra og skipulagsfulltrúa munu sækja aðalfund IAVP í Stokkhólmi í lok júnímánaðar.
Samþykkt að næsti stjórnarfundur verð haldinn 19. ágúst kl. 12:00 í Borgarnesi.
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 15:10

FaxaportsFaxaports linkedin