Ár 2007, þriðjudaginn 11. september kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar og hófst fundurinn kl. 12:00.

 
Mættir:
     Björn Ingi Hrafnsson
     Kjartan Magnússon,
     Ólafur R. Jónsson
     Sæmundur Víglundsson
     Páll Snær Brynjarsson
     Árni Þór Sigurðsson
     Hallfreður Vilhjálmsson
 
Áheyrnarfulltrúar: Þórdís Sigurgestsdóttir og Sveinn Kristinsson.
 
Auk þess sátu fundinn: Gísli Gíslason hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð, Vignir Albertsson skipulagsfulltrúi og Jón Þorvaldsson, forstöðumaður þróunarmála og Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar.
 
1.      Lóðarumsóknir.
    1. Bréf Samkaupa hf. dags. 13. ágúst 2007 varðandi umsókn um lóð undir matvöruverslun og vöruhús
    2. Bréf Hróars ehf. dags. 13. ágúst 2007 varðandi umsókn um lóð á Grundartanga.
    3. Bréf Vörubíla- & Vinnuvélaverkstæðisins ehf. (V&V ehf.) varðandi umsókn um lóð á athafnasvæði Faxaflóahafna sf. við Sundahöfn.
    4. Umsókn Olíudreifingar ehf. um lóðina Hólmaslóð 3A dags. 29. ágúst 2007.
    5. Fiskislóð 39.
Lóðarumsóknir samkvæmt liðum a, c og d lagðar fram og afgreiðslu frestað. Hafnarstjóra falið að ræða við umsækjanda skv. staflið b og d. Hafnarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni nr. 39 til Formprents.
 
2.      Forkaupsréttarmál.
    1. Bréf Eyþórs Arnórssonar dags. 17. ágúst 2007 um boð um kaup á 2,38% eignarhlut sínum í Hitaveitu Hvalfjarðar
    2. Erindi Sports ehf. dags. 10.9. 2007 þar sem óskað er afstöðu til forkaupsréttar vegna sölu eignarinnar Fiskislóð 79 til Gauksstaða fasteigna ehf.
Hafnarstjóra falið að ræða við bréfritara. Hafnarstjórn samþykkir að falla frá forkaupsrétti að Fiskilóð 79 með venjulegum fyrirvara.
 
3.      Erindi Guðna Á. Haraldssonar hrl. f.h. ADVO ehf. dags. 27. ágúst 2007 þar sem óskað er eftir viðræðum um kaup á eignum félagsins við Grandagarð og Suðurbugt.
Hafnarstjórn þakkar áhugann en telur ekki tímabært að ræða um sölu eignarhlutanna og getur því ekki orðið við erindi um viðræður þar að lútandi.
 
4.      Drög að fjárhagsáætlun ársins 2008.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir meginatriðum fjárhagsáætlunar fyrir árið 2008 og framkvæmdum. Ákveðið að taka áætlunina til endanlegrar afgreiðslu á fundi stjórnar þann 25. september n.k.
 
5.      Rekstrar- og framkvæmdayfirlit m.v. janúar til júlí 2007.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála og þeim frávikum sem útlit er fyrir.
 
6.      Málefni HB Granda hf. Minnisblað formanns hafnarstjórnar og hafnarstjóra dags. 20. ágúst 2007, minnisblað formannst stjórnar HB Granda hf. dags. 18. ágúst ásamt tölvupósti hafnarstjóra til framkvæmdastjóra HB Granda dags. 21. ágúst 2007. Tillaga að svari stjórnar Faxaflóahafna sf.
Hafnarstjóra falið að svara HB Granda hf. í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
 
7.      Útboð á eignum ríkisins í Hvalfirði.
Hafnarstjóri fór yfir stöðu málsins. Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra að taka upp viðræður við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar um gerð tilboðs í eignirnar.
 
8.      Endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur – tillögur varðandi hafnarsvæðin í Reykjavík.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir þeim áhersluatriðum sem varða endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkurborgar. Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra að fylgja eftir þeim atriðum sem varða Sundahöfn, Gufunes og Álfsnes. Afstaða til landnýtingar í Örfirisey verður tekin þegar fyrir liggja tillögur starfshóps um Örfirisey.
 
9.      Listi forstöðumanns rekstrarsviðs um fasteignir í eigu Faxaflóahafna sf.
Lagður fram. Stjórn Faxaflóahafna sf. samþykkir að fela hafnarstjóra að láta útbúa nauðsynleg gögn og auglýsa eignarhluta hafnarinnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, skrifstofuhúsnæði í Laugarnesi og Grandagarð 14 til sölu. Óskað verði eftir tilboðum í húsið með áskilnaði um að taka hvaða tlboði sem er eða hafna öllum eins og venja er.
Árni Þór samþykkir fyrir sitt leyti sölu á Grandagarði 14 og skrifstofuhúsnæði í Laugarnesi, en situr hjá varðandi sölu Hafnarhússins,
 
10.Matsgerð vegna Tryggvagötu 17, Hafnarhúsið.
Lögð fram.
 
11.Matsgerð vegna Grandagarðs 14.
Lögð fram.
 
12.Erindi Hugo Film dags. 5. ágúst 2007 um fjárstyrk vegna myndar um íslenska sjómenn.
Hafnarstjórn samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 500.000.
 
13. Erindi Ólafs Garðarssonar hrl. f.h. Lindbergs ehf. dags. 4. september 2007 varðandi kaup á verbúðum við Grandagarð.
Hafnarstjórn þakkar áhugann en telur ekki tímabært að ræða um sölu eignarhlutanna og getur því ekki orðið við erindi um viðræður þar að lútandi.
 
14. Önnur mál.
    1. Heimsókn fulltrúa Helsinkihafnar þann 30. ágúst s.l.
    2. Heimsókn sjávarútvegs- og fiskimálaráðherra Líberíu þann 5. sept. s.l.
    3. Samkomulag um samstarf við höfnina í Quingdao í Kína.
    4. Verbúðir við Geirsgötu.
    5. 90 ára afmæli Reykjavíkurhafnar.
    6. Fyrirspurn um lóð á Grundartanga.
    7. Aflaheimildir á svæði Faxaflóahafna sf. árið 2007/2008.
    8. Staða mála varðandi Köllunarklettsveg.
    9. Málefni varðskipsins Óðins.
    10. Hafnarráðstefna í Antwerpen.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir heimsóknum fulltrúa Helsinkihafnar og sjávar- og fiskimálaráðherra Líberíu. Hann gerði einnig grein fyrir fyrirhuguðum viðburðum í tengslum við 90 ára afmæli Reykjavíkurhafnar. Greint var frá fyrirspurnum varðandi lóðir á Grudnartanga og lagður fram samanburðarlisti yfir aflaheimildir á starfssvæði Faxaflóahafna sf. fyrir fiskveiðiárin 2006/2007 og 2007/2008. Lagt fram minnisblað um aðgerðir varðandi staðsetningu varðskipsins Óðins við Bótarbryggju og er hafnarstjóra falið að lláta gera viðeigandi ráðstafanir þar að lútandi. Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa varðandi stöðu skipulagsmála á Köllunarklettsvegi.
Kjartan Magnússon lagði til að skoðað yrði með hvaða hætti megi merkja staði í Gömlu höfninni með tilvísun í sögu hafnarinnar.
 
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 
 
 
FaxaportsFaxaports linkedin