Ár 2007, þriðjudaginn 14. ágúst kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman till fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar og hófst fundurinn kl. 16:00.
Mættir: Björn Ingi Hrafnsson
Kjartan Magnússon
Ólafur R. Jónsson
Sæmundur Víglundsson
Steinunn Valdís Óskarsdóttir
Páll Snær Brynjarsson
Árni Þór Sigurðsson
Varafulltrúi: Stefán G. Ármannsson
Áheyrnarfulltrúar: Þórdís Sigurgestsdóttir og Sveinn Kristinsson.
Auk þess sátu fundinn: Gísli Gíslason hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð, Vignir Albertsson skipulagsfulltrúi og Jón Þorvaldsson, forstöðumaður þróunarmála og Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar.
1. Bréf starfsmannafélagi Faxaflóahafna vegna kosningu áheyrnarfulltrúa starfsmanna og varamanns hans.
Lagt fram. Formaður bauð nýjan fulltrúa starfsmanna Þórdísi Sigurgestdóttur velkomna.
2. Drög að samningi við Damen um smíði á nýjum lóðsbát.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir helstu atriðum samningsins. Hafnarstjórn samþykkir samninginn.
3. Drög að samningi við Þorlákshöfn um sölu á dráttarbátnum Jötni.
Hafnarstjórn samþykkir samninginn.
4. Viljayfirlýsing milli Faxaflóahafna sf. og Qingdao-hafnar í Kína um að stofna til vinnáttutengsla.
Hafnarstjórn samþykkir að fela formanni hafnarstjórnar og hafnarstjóra að vinna að endanlegum frágangi samkomulags um samstarf við Quingdao höfn.
5. Bréf HB Granda hf. dags. 10.8.2007 þar sem óskað er samstarfs um uppbyggingu fiskvinnslu á Akranesi.
Formaður hafnarstjórnar fór yfir málið. Formanni hafnarstjórnar og hafnarstjóra falið að ganga til viðræðna við fulltrúa HB Granda hf.
6. Lóðarumsóknir.
a. Bréf Hringrásar dags. 31. maí 2007 varðandi umsókn um stækkun lóðar við Klettagarða 9.
b. Bréf Nordic Partners dags. 19. júní 2007varðandi umsókn um lóð nr. 39 við Fiskislóð.
c. Bréf Járn og Blikk ehf dags. 6. júlí 2007 varðandi umsókn um lóð við Grundartangaveg.
d. Bréf Héðins hf. dags. 23. júlí 2007 varðandi umsókn um lóð á athafnasvæði Faxaflóahafna sf á Grundartanga.
e. Erindi Björgunarsveitarinnar Ársæls dags. 13.8.2007 varðandi lóðina nr. 1 við Grandagarð.
f. Erindi Fiskkaupa dags. 13. 8. 2007 varðandi lóð undir fiskverkunarhús.
g. Eldri umsóknir um lóðir.
Hafnarstjórn getur ekki orðið við erindi Hringrásar. Afgreiðslu á erindi Nordic Partners, Björgunarsveitarinnar Ársæls og Fiskkaupa er frestað, en hafnarstjóra falið að gera tillögu að úrlausn varðandi erindi Járn og Blikk ehf. og Héðins hf. varðandi lóðir á Grundartanga.
Lagður fram listi með eldri lóðarumsóknum. Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra að senda umsækjendum svar við erindi þeirra í samræmi við þá tillögu sem liggur fyrir í framlögðum lista.
Lagður fram listi með eldri lóðarumsóknum. Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra að senda umsækjendum svar við erindi þeirra í samræmi við þá tillögu sem liggur fyrir í framlögðum lista.
7. Forkaupsréttarmál:
a. Bréf Davíðs Guðmundssonar hdl. Dags. 25. júní 2007 varðandi eigendaskipti að fasteign og beiðni um að fallið sé frá forkaupsrétti v. Eyjarslóð 9, fnr, 2
24-7089, 224-9414 og 224-9415.
24-7089, 224-9414 og 224-9415.
b. Beiðni Miðborgar fasteignasölu dags. 2. júlí 2007 um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna Eyjarslóð 9. fnr. 222-4439. Seljandi Agla ehf, kaupandi Gómur ehf.
Hafnarstjórn samþykkir að falla frá forkaupsrétti ofangreindra eigna með fyrirvara um að nýting verði í samræmi við deiliskipulag og lóðarleigusamninga.
8. Deiliskipulag D-reits. Afgreiðsla skipulagsráðs Reykjavíkurborgar varðandi forsögn fyrir reitinn, en erindið var kynnt og afgreiðslu frestað.
Lagt fram.
9. Rekstrar- og framkvæmdayfirlit.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir meginatriðum yfirlitsins.
10.Grandagarður 8 og Sjóminjasafnið.
Lagðar fram hugmyndir að útliti hússins og gerð grein fyrir stöðu mála varðandi framkvæmdir utanhúss. Árni Þór gerði grein fyrir starfsemi Sjóminjasafnsins.
11.Erindi Hólmfríðar Vilhjálmsdóttur f.h. Frímars ehf. dags. 5.7. 2007 um stöðuleyfi fyrir veitingavagn.
Hafnarstjóra falið að ræða við bréfritara.
12.Fasteignir Faxaflóahafna sf. Erindi Samson Properties ehf. dags. varðandi verbúðir við Geirsgötu o.fl.
Hafnarstjóra falið að ræða við fulltrúa Samsonar Properties ehf.
Samþykkt að leggja fram á næsta fundi lista yfir fasteignir Faxaflóahafna sf.
Hafnarstjórn samþykkir að fá verðmat á Hafnarhúsið Tryggvagötu og Grandagarð 14.
Samþykkt að leggja fram á næsta fundi lista yfir fasteignir Faxaflóahafna sf.
Hafnarstjórn samþykkir að fá verðmat á Hafnarhúsið Tryggvagötu og Grandagarð 14.
13.Staða mála varðandi Mjólkurfélag Reykjavíkur. Verðmat eigna og yfirlit varðandi lóðir.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins og er honum falið að vinna áfram að málinu.
14.Minnisblað varðandi vatnsveitu á Grundartanga.
Lagt fram. Hafnarstjórn samþykkir að vinna áfram að málinu með Hvalfjarðarsveit, Orkuveitu Reykjavíkur og öðrum hagsmunaaðilum á svæðinu.
15. Tillaga að gjaldskrá vegna lóðargjalda á Grundartanga ásamt minnisblaði forstöðumanns þróunarmála.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir tillögunni. Hafnarstjórn samþykkir gjaldskránna.
16. Staða mála varðandi vinnu starfshóps um Sundabraut.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins.
17. Staða mála varðandi vinnu starfshóps um Örfirisey.
Formaður hafnarstjórnar gerði grein fyrir stöðu málsins.
18. Starfsmannamál.
Hafnarstjóri greindi frá helstu breytingum sem orðið hafa nýlega á starfsmannahaldi.
19. Viðburðir í tilefni af 90 ára afmæli Reykjavíkurhafnar.
Hafnarstjóri greindi frá þeim viðburðum sem eru framundan í tengslum við 90 ára afmæli Reykjavíkurhafnar.
20. Önnur mál.
Rætt um hafnafund Hafnasambands Íslands á Ísafirði þann 14. september n.k., vinnu við gerð nýrrar heimasíðu, væntanlegri heimsókn fulltrúa Helsinkihafnar og dagsetningu hafnarstjórnarfunda til áramóta.
Steinunn óskaði eftir að lagðar yrðu fram upplýsingar um stöðu skipulags við Köllunarklettsveg (Kassagerðarreitur).
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 18:15