Mættir:
Björn Ingi Hrafnsson
Ólafur R. Jónsson
Sæmundur Víglundsson
Steinunn Valdís Óskarsdóttir
Hallfreður Vilhjálmsson
Páll Snær Brynjarsson
Auk þess sátu fundinn: Gísli Gíslason hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð, Jón Þorvaldsson, forstöðumaður þróunarmála og Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar.
Lóðarumsóknir.
- Bréf DiMar ltd. varðandi byggingarlóðina Fiskislóð 33 um breytingu lögaðila.
Bréf Skeljungs hf. dags 11. maí 2007 varðandi lóðarumsókn um lóð að Hólmaslóð 1.
Hafnarstjórn samþykkir erindi DiMar um breytingu á lögaðila. Samþykkt að óska umsagnar starfshóps Reykjavíkurborgar varðandi staðsetningu bensínstöðva í höfuðborginni.
Forkaupsréttarmál.
a. Erindi Remax mjódd dags. 31. maí 2007 varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Fiskislóð 45 fastanr. 229-6864 og 229-6870. Seljandi Fiskislóð 45 ehf. Kaupandi Halldór Ingi Haraldsson og Sigrún Hope Boatwright. Leiðrétting. Kaupandi Natural Elements ehf. áður tekið fyrir á fundi 15.5.2007
b. Erindi Remax mjódd dags. 31. maí 2007 varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Fiskislóð 45 fastanr. 228-6863 og 229-6869. Seljandi Fiskislóð 45 ehf. Kaupandi Guðrún Einarsdóttir.c. Erindi Góms ehf. þar sem óskað er eftir að fallið sé frá forkaupsrétti vegna kaupa á eigninni nr. 1b við Eyjaslóð í Reykjavík.
Hafnarstjórn samþykkir að falla frá forkaupsrétti enda verði starfsemin í
samræmi við skilmála lóðarleigusamnings og deiliskipulag.
Hafnarstjórn samþykkir að falla frá forkaupsrétti vegna c-liðar með sama
fyrirvara um yfirlýsingu frá Gómi ehf. um kauprétt og forkaupsrétt eins
og áður hefur verið samþykkt varðandi málefnifélagsins .
Bréf Hollvinasamtaka varðskipsins Óðins dags. 25. maí 2007.
- Hafnarstjórn tekur jákvætt í erindið og samþykkir að fela hafnarstjóra um að taka upp viðræður við fulltrúa Hollvinasamtaka Óðins og leggja fram tillögu að framtíðar staðsetningu skipsins og þeirri aðstöðu sem nauðsynleg er vegna þess.
Önnur mál.
- Páll Brynjarsson gerði lauslega grein fyrir stöðu mála varðandi deiliskipulag Brákareyjar og þeim tillögum sem borist hafa.
Formaður fjallaði um ráðstefnuna um Nýja Örfirisey og hvernig tekist hefði til. Hann gerðir einnig grein fyrir vinnufundi sem starfsmenn hafnarinnar og borgarinnar, auk nokkurra borgarfulltrúa áttu með þeim erlendu fyrirlesurum sem voru á ráðstefnunni.
Fundi slitið kl. 14:30