Ár 2006, fimmtudaginn 31. ágúst kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar og hófst fundurinn kl. 14:00.
Mættir:
Björn Ingi Hrafnsson
Kjartan Magnússon,
Ólafur R. Jónsson,
Árni Þór Sigurðsson,
Sæmundur Víglundsson,
Hallfreður Vilhjálmsson,
Páll Brynjarsson
Dagur B. Eggertsson.
.
Áheyrnarfulltrúar: Sveinn Kristinsson, Jón Sigurðsson og Sigurður Jónasson.
Auk þess sátur fundinn: Varafulltrúar í stjórn þeir: Bjarni Karl Guðbergsson, Stefán Jóhann Stefánsson, Sveinbjörn Eyjólfsson, Margrét Sverrisdóttir og Stefán Ármannsson. Einnig eftirtaldir starfsmenn Faxaflóahafna sf.: Gísli Gíslason hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð, Vignir Albertsson skipulagsfulltrúi, Helgi Laxdal, forstöðumaður rekstrardeildar, Gunnbjörn Marinósson, forstöðumaður tölvu- og upplýsingadeildar, Þorvaldur Guðmundsson, yfirhafnsögumaður og Hallur Árnason, deildarstjóri.
Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna á þennan fyrsta fund nýkjörinnar stjórnar.
1. Bréf Reykjavíkurborgar dags. 18.8 og 25.8 varðandi starfshóp um framtíðarnotkun Örfiriseyjar.
Formaður gerði grein fyrir hlutverki starfshópsins. Samþykkt að fulltrúi hafnarinnar verði Björn Ingi Hrafnsson.
2. Hafnasambandsþing fimmtudaginn 12. og 13. október 2006 á Höfn í Hornafirði.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir dagskrá fundarins og því að tilkynna þurfi þátttöku sem fyrst.
3. Deiliskipulag hafnasvæðisins í Borgarnesi.
Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir fyrirliggjandi hugmyndum. Málið verður tekið til afgreiðslu á næsta fundi stjórnarinnar.
4. Kynning á starfsemi Faxaflóhafna sf.
Eftirfarandi fluttu erindi um skipulag, starfsemi og verkefni Faxaflóahafna sf.:
a. Gísli Gíslason. Almenn atriði í starfsemi hafnarinnar, skemmtiferðaskip, starfsmannamál, fjármál og framkvæmdir.
b. Vignir Albertsson. Deiliskipulagsverkefni í vinnslu, lóðamál og verkefni sem vinna þarf að á næstu mánuðum.
c. Hallur Árnason. Hafnavernd – grænt bókhald o.fl.
d. Gunnbjörn Marinósson. Upplýsingakerfi hafnarinnar, heimasíða o.fl.
e. Helgi Laxdal. Rekstrarverkefni, starfsemi bækistöðvar og umsýsla með fasteignum .
f. Þorvaldur Guðmundsson. Hafnaþjónustan – skipulag og starfsemi.
Rætt var um ýmis atriði varðandi starfsemi hafnarinnar. Að lokinni kynningunni var farið í siglingu þar sem hafnarmannvirki í Reykjavík, á Grundartanga og á Akranesi voru skoðuð.
Fleira ekki gert,