Ár 2006, þriðjudaginn 30. maí kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar og hófst fundurinn kl. 17:00.
Mættir: Árni Þór Sigurðsson,
Helgi Hjörvar,
Kjartan Magnússon,
Sveinn Kristinsson,
Jóhannes Bárðarson,
Sigurður Valgeirsson,
Ásbjörn Sigurgeirsson,
Vilhjálmur Þ. Vihjálmsson.
Áheyrnarfulltrúar: Gunnar Sigurðsson, Gunnar Ingvar Leifsson.
Auk þess sátur fundinn: Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð, Jón Þorvaldsson forstöðumaður tæknideildar.
1. Fundarboð vegna aðalfundar Faxaflóahafna sf. föstudaginn 23. júní 2006.
Lagt fram.
2. Lóðarumsóknir:
a. Umsókn Kvikk sf. dags. 17.5.06 um lóðina nr. 27 við Fiskislóð.
b. Umsókn Eignasmiðjunnar ehf. dags. 17.5.06 um lóðina nr. 33 við Fiskislóð.
c. Lóðamál á Skarfabakka.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir lóðamálum við Skarfabakka. Varðandi lóðir við Fiskislóð samþykkir hafnarstjórn að fela hafnarstjóra að auglýsa lausar lóðir til umsóknar með þeim skilmálum sem um lóðirnar gilda.
3. Endurrit úr dómabók Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu HÓB – vín ehf. gegn Faxaflóahöfnum sf. þar sem Faxaflóahafnir sf. eru sýknaðar af kröfu HÓB-vín ehf. um endurgreiðslu vörugjalda.
Lagt fram.
4. Afrit bréfa Fiskistofu til Samskipa hf. og Eimskips ehf. vegna landamærastöðva í Reykjavík í tengslum við innflutning á sjávarafurðum frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir málinu og er honum falið að vinna áfram að málinu á þeim grundvelli sem um var rætt.
5. Erindi Norðuráls hf. um fyrirhugaða breytingu á flutningi fyrirtækisins á afurðum sínum um hafnarsvæðið á Grundartanga með svonefndum „klofkerrum“ og beiðni um úthlutun 10.800 m2 geymslusvæðis við höfnina.
Hafnarstjórn tekur jákvætt í erindi Norðuráls hf. um úthlutun geymslusvæðis og felur hafnarstjóra að vinna áfram að málinu.
6. Viljayfirlýsing vegna hugsanlegs vatnsútflutnings frá Skarfabakka.
Hafnarstjórn samþykkir viljayfirlýsinguna.
7. Viðburðir:
a. Koma Magna og vígsla á sjómannadaginn 11. júní n.k.
b. Vígsla Skarfabakka fimmtudaginn 22. júní n.k.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd viðburðanna.
8. Drög að dagskrá Hátíðar hafsins.
Lögð fram.
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 18:00