Ár 2006, þriðjudaginn 9. maí kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar og hófst fundurinn kl. 11:00.
Mættir: Árni Þór Sigurðsson,
Helgi Hjörvar,
Kjartan Magnússon,
Sveinn Kristinsson,
Jóhannes Bárðarson,
Sigurður Valgeirsson
Varafulltrúi: Ólafur R. Jónsson.
Áheyrnarfulltrúar: Gunnar Sigurðsson, Gunnar Ingvar Leifsson.
Auk þess sátur fundinn: Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð, Jón Þorvaldsson forstöðumaður tæknideildar og Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi.
1. Tillaga að deiliskipulagi á Fiskislóð.
Hafnarsjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi og felur hafnarstjóra að senda það skipulagsráði Reykjavíkurborgar til samþykktar.
2. Álit umboðsmanns Alþingis dags, 2. maí s.l vegna kvörtunar Olíudreifingar ehf.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir meginefni álitsins. Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að skoða efnisatriði álitsins og halda áfram viðræðum við Olíudreifingu ehf. um ýmis atriði. Hafnarstjórn beinir þeim tilmælum til samgönguráðuneytisins að hraðað verði vinnu við endurskoðun 17. greinar hafnarlaga þannig að gjaldtökuheimildir hafna verði skýrari en nú er.
3. Tilboð Íslenskra fasteigna ehf. í Grandagarð 8 ásamt minnisblaði hafnarstjóra um málefni Sjóminjasafnsins dags. 3.5.06.
Hafnarstjóri kynnti stöðu mála og er honum falið að ræða við fulltrúa Íslenskra fasteigna.
4. Minnisblað hafnarstjóra dags. 3.5.06 um málefni Fóðurblöndunnar hf.
Lagt fram. Hafnarstjóri gerði grein fyrir málinu. Hafnarstjóra falið að skoða málið áfram og ræða við fulltrúa Fóðurblöndunnar hf.
5. Bréf Akraneskaupstaðar dags. 28.4.06 varðandi úthlutun lóðar við Faxabraut 3 á Akranesi undir fiskmarkað.
Lagt fram.
6. Drög að samningum við Olíudreifingu ehf. og Skeljung hf. um viðskipti.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að vinna áfram að málinu.
7. Yfirlýsing vegna lóðarmála Olíufélagsins hf., Olíudreifingar ehf. og Kers hf. á Gelgjutanga dags. 2. maí 2006.
Hafnarstjórn samþykkir yfirlýsinguna.
8. Erindi Siglingafélags Reykjavíkur, Brokeyjar, dags. 21.4.06 þar sem óskað er eftir viðræðum um úthlutun á lóð og mögulegri samnýtingu á húsi á Ingólfsgarði fyrir framtíðar félagsheimili og móttöku fyrir ferðabáta.
Hafnarstjóra falið að ræða við bréfritara.
9. Drög að samningi milli Faxaflóahafna sf., Háskóla Íslands og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins um samstarf um verkefnið „Sjóferð um Sundin“ ásamt minnisblaði markaðsstjóra dags. 4.5.06.
Hafnarstjórn samþykkir samkomulagið.
10. Yfirlit rekstrar frá 1.1.06 – 31.3.06.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir yfirlitinu. Lagt fram.
11. Skýrsla endurskoðenda Faxaflóahafan sf. varðandi ársuppgjör 2005.
Lagt fram.
12. Ársreikningur Menntunarsjóðs Þórarins Kristjánssonar fyrir árið 2005.
Lagt fram.
13. Beiðnir um að fallið verði frá forkaupsrétti:
a. Erindi Lundar – fasteignasölu vegna Fiskislóðar 79A, dags. 18.4.06.
b. Erindi Stólpa ehf. dags. 19.4.06 að Klettagörðum 5. Farið er fram á að Faxaflóahafnir sf. falli frá forkaupsrétti vegna kaupa fyrirtækisins á eigninni Klettagörðum 3 og að breytt verði skráningu lóðanna á nr. 3 og 5. Fyrirtækið Klettagarðar ehf. er í eigu sama aðila og Stólpi ehf.
c. Erindi Húsakaupa dags. 19.4.06 vegna yfirfærslu eignarinnar Klettaskjól 5 frá Eimskipafélagi Íslands ehf. á Klettaskjól ehf.
d. Bréf Radíómiðunar ehf. þar sem farið er fram á að breytt verði skráningu lóðanna nr. 5 og 11 yfir á nafn Miðunar ehf., sem er í eigu Radíómiðunar ehf.
e. Erindi Olíuverslunar Íslands hf. þar sem óskað er eftir að fallið verði frá forkaupsrétti vegna Fiskislóðar 1. Kaupandi er Landsafl hf., en leigjandi Olíuverslun Íslands til 15 ára án heimildar til uppsagnar og kauprétti olíuverslunarinnar.
Hafnarstjórn samþykkir að falla frá forkaupsrétti ofangreindra fasteigna enda verði notkun þeirra í samræmi við skipulags- og lóðarskilmála.
Hafnarstjórn samþykkir að heimla hafnarstjóra að árita skjöl þar sem fallið er frá forkaupsrétti enda liggi fyrir að um sé að ræða tilfærslu eignarheimilda milli skyldra aðila og ljóst að ekki sé um breytta nýtingu að ræða. Ákvarðanir hafnarstjóra i þessu efni skal leggja fyrir næsta fund hafnarstjórnar.
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 13:30