Ár 2006, þriðjudaginn 14. febrúar kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar og hófst fundurinn kl. 12:00.
Mættir: Árni Þór Sigurðsson,
Helgi Hjörvar,
Ásbjörn Sigurgeirsson,
Kjartan Magnússon,
Sveinn Kristinsson,
Jóhannes Bárðarson.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.
Varafulltrúi: Ólafur R. Jónsson.
Áheyrnarfulltrúar: Jóhanna Magnea Björnsdóttir.
 
Auk þess sátur fundinn: Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð, Jón Þorvaldsson forstöðumaður tæknideildar og Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi.
 
1. Bréf samgönguráðuneytis dags. 13.1.2006 þar sem tilkynnt er að Vegagerðinni sé falið að ræða við fulltrúa Faxaflóahafna sf. um leiðir til að fjármagna breikkun Hvalfjarðarganga og lagningu Sundabrautar.

Lagt fram. Formaður og hafnarstjóri munu hitta fulltrúa Vegagerðarinnar á fundi miðvikudaginn 15. febrúar n.k.

2. Erindi Raför – eignarhaldsfélags ehf. dags. 6.1.2006 um að fallið sé frá forkaupsrétti að húseigninni nr. 9 við Eyjaslóð.

Hafnarstjórn samþykkir að falla frá forkaupsrétti enda verði starfsemi á lóðinni í samræmi við samþykkta skilmála.

3. Kjarasamningamál:
a. Kjarasamningur Faxaflóhafna sf. og Samiðnar frá 20.1.2006.
b. Kjarasamningur Faxaflóahafna sf. og Eflingar frá 17.1.2006.

Hafnarstjórn samþykkir samningana.

4. Erindi Smáragarðs ehf. dags. 27.1.2006 þar sem óskað er eftir að félaginu verði úthlutað 3.500m2 viðbótarlóð við lóð félagsins við Fiskislóð.

Hafnarstjórn samþykkir úthlutun lóðarinnar til Smáragarðs ehf.

5. Erindi Daníels Ólafssonar ehf. og Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar hf. þar sem sótt er um 15.000m2 lóð undir 7.500m2 hús.

Lagt fram.

6. Erindi Netsölunnar dags. 7.2.2006 þar sem óskað er eftir úthlutun 4.000m2 lóðar við Fiskislóð undir aðstöðu fyrir innflutning og sölu á húsbílum, fellihýsum og hjólhýsum.

Lagt fram.

7. Samkomulag við Eimskipafélag Íslands ehf., Hampiðjuna hf. og BYKO hf. um lóðir við Skarfabakka.

Hafnarstjórn staðfestir fyrirliggjandi samninga.

8. Bréf Olíufélagsins ehf., dags. 31.12.05 um framlengingu á lóðarleigusamningi vegna lands á Gelgjutanga.

Hafnarstjórn getur ekki orðið við beiðni um framlengingu lóðarleigusamninga á umræddu svæði en felur hafnarstjóra að ræða við fulltrúa félagsins um gerð yfirlýsingar vegna eignayfirfærslu fasteigna.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson vék af fundi og tók sæti hans Ólafur R. Jónsson.

9. Erindi Húsasmiðjunnar hf. varðandi lóð við Kjalarvog.

Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að ræða við fulltrúa Húsasmiðjunnar hf. um framtíðar athafnasvæði félagsins við Kjalarvog. Jafnframt er hafnarstjóra falið að ræða við fulltrúa ODR um framtíðar nýtingu lóða á svæðinu.

10. Samkomulag við Olís hf. varðandi lóðir við Klettagarða 27, dags. 7.2.2006.

Hafnarstjórn samþykkir samkomulagið.

11. Tillaga um úthlutun lóðarinnar nr. 19 og 25 við Klettagarða.

Hafnarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni nr. 19 til Natan og Olsen og lóðinni nr. 25 til Vélasölunnar hf og R. Sigmundsson hf. Hafnarstjóra falið að ræða við fullrúa Parkets og gólfs um lóðarumsókn þeirra.

12. Samantekt forstöðumanns rekstrardeildar varðandi leigu á verbúðum.

Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra að láta vinna nýja skilmála fyrir nýtingu verbúðanna við Geirsgötu 3 – 7 með það að markmiði að verbúðirnar verði nýttar fyrir ýmis konar þjónustustarfsemi í samræmi við drög að skipulagi Mýrargötusvæðis. Ennfremur er hafnarstjóra falið að láta vinna greinargerð um nauðsynlegar framkvæmdir við verbúðirnar vegna breyttrar nýtingar þeirra.
 
 

13. Bréf Íslenska vitafélagsins ódags. þar sem óskað er eftir fjárstyrk.

Hafnarstjórn samþykkir að veita félaginu styrk að fjárhæð kr. 120.000.

14. Lánamál. Tilboð í fjármögnun vegna lífeyrisskuldbindinga.

Hafnarstjóra er heimilað að semja við Landsbanka Íslands um umrædda lántöku, allt að einum milljarði króna að fengnu samþykki eigenda hafnarinnar og semja um uppgreiðslu lífeyrisskuldbindinga við Lífeyrissjóð Reykjavíkurborgar.

15. Bréf Skeljungs hf. dags. 19.1.2006 varðandi gjaldskrá Faxaflóahafna sf.

Hafnarstjóra falið að svara erindinu.

16. Umsókn Einars og Tryggva Ltd., dags. 9.12.05 um breytingu og víkkun á skilyrðum um nýtingu lóðarinnar nr. 13 við Klettagarða.

Hafnarstjóri gerði grein fyrir viðræðum við fullltrúa fyrirtækisins.
Hafnarstjórn tekur jákvætt í hugmyndir fyrirtækisins um víkkun á lóðarskilmálum og heimilar að í samráði við Faxaflóhafnir sf. verði unnin drög að breyttu deiliskipulagi.

17. Samantekt vegna nýrrar aðstöðu á Grundartanga.

Lögð fram.

18. Málstofa um Faxaflóahafnir sf. – dagskrá.

Lögð fram.

19. Landgerð utan Fiskislóðar. Minnisblað forstöðumanns tæknideildar varðandi áframhaldandi framkvæmdir.

Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra að undirbúa áframhaldandi framkvæmdir við landgerð á svæðinu.

20. Bygging hafnarmannvirkja utan Klepps milli Vogabakka og Kleppsbakka. Tillaga varðandi umhverfismat.

Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra að láta vinna nauðsynleg gögn vegna umhverfismats á svæðinu.

21. Lagt fram bréf framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar dags. 13.2.2006 þar sem beðið er um leyfi til framkvæmda vegna Tónlistar- og ráðstefnuhúss.

Á fundinn mættu Hrólfur Jónsson, sviðsstjóri framvkæmdasviðs Reykjavíkurborgar og Ólafur Bjarnason aðstoðar sviðsstjóri.

Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að heimila hafnarstjóra í samráði við formann að veita heimild til framkvæmda í höfninni vegna niðurreksturs stálþils og fyllinga.

22. Lagt fram bréf Alþingis dags. 10.2.2006 þar sem beðið er umsagnar á frumvarpi til laga um hlutafélög, 404. mál, opinber hlutafélög.

Hafnarstjóra falið að svara erindinu.

23. Lagt fram bréf Alþingis dags. 10.2.2006 þar sem beðið er umsagnar á frumvarpi til laga um hlutafélög, 436 mál, opinber hlutafélög.

< DIR>

Hafnarstjóra falið að svara erindinu.
 

Fleira ekki gert,

FaxaportsFaxaports linkedin