Ár 2014, miðvikudaginn 15. október kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 13:30.
Mættir:

Kristín Soffía Jónsdóttir

Líf Magneudóttir

Þórlaug Ágústsdóttir

Júlíus Vífill Ingvarsson

Ólafur Adolfsson

Björgvin Helgason

Jónína Erna Arnardóttir

Varamenn:

Elsa Hrafnhildur Yeoman

Helgi Haukur Hauksson

Áheyrnarfulltrúar:

Ingibjörg Valdimarsdóttir

Sigurður Ólafsson

Auk þess sátu fundinn: Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri, Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.
1. Málefni Björgunar ehf. Erindi LEX lögmannsstofu ehf. f.h. Björgunar ehf., dags. 7.10.2014, ásamt bréfi hafnarstjóra dags. 22. og 26. september sl. og tillögu að svarbréfi Faxaflóahafna sf. dags. 13.10.2014.
Hafnarstjóri fór yfir framsett sjónarmið Björgunar ehf. dags. 7.10.2014 vegna bréfs Faxaflóahafna sf. frá 22.9. s.l. og kynnti efnisatriði tillögu að svarbréfi Faxaflóahafna sf. til Björgunar. Með vísan til framlagðra gagna samþykkir stjórn Faxaflóahafna sf. eftirfarandi:
“Stjórn Faxaflóahafna sf. samþykkja að segja Björgun ehf. formlega upp afnotum af Sævarhöfða 33, Reykjavík:
a. Afnotum Björgunar ehf. af 3.161 m2 lóðarinnar að Sævarhöfða 33, Reykjavík, er sagt upp og miðað við að lóðin verði rýmd eigi síðar en í árslok árið 2016.
b. Björgun ehf. er tilkynnt jafnhliða að félaginu beri að víkja af 73.503 m2 lóðarinnar að Sævarhöfða 33, Reykjavík, með sama fyrirvara og tilgreindur er í staflið a.
c. Hafnarstjóra er falið að skoða hvort rétt sé að nýta kauprétt að fasteignum á lóðinni, á grundvelli mats dómkvaddra matsmanna ef ekki næst samkomulag um kaupverð. Kauprétturinn byggist á ákvæðum útrunnins lóðarleigusamnings aðila frá 21. ágúst 1969.
d. Haldið er til haga skyldum Björgunar ehf. til hreinsunar aðliggjandi fjöru og botns þar sem steinefni og silt hafa runnið í sjó og myndað grynningar.
Hafnarstjóra er falið að koma nauðsynlegum tilkynningum um ofangreint til Björgunar ehf.“
2. Bréf Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar sf., dags. 24.9.2014, vegna framlaga eigenda á árinu 2014 og 2015 ásamt fundargerð 34. stjórnarfundar frá 19. september sl.
Lagt fram.
3. Bréf Akraneskaupstaðar, dags. 10.10.2014, þar sem óskað er eftir tilnefningu áheyrnarfulltrúa vegna deiliskipulagningar Breiðar og hafnarsvæðisins á Akranesi.
Lagt fram. Samþykkt að tilnefna skipulagsfulltrúa Faxaflóahafna sf. sem áheyrnarfulltrúa í starfshópinn.
4. Bréf Akraneskaupstaðar til hagsmunaaðila Grundartangasvæðisins, dags. 6.10.2014, varðandi viljayfirlýsingu um samstarf á sviði umhverfismála.
Lagt fram.
5. Kynning á lóða og landþörf HB Granda hf. á Akranesi.
Hafnarstjóri fór yfir þær tillögur sem kynntar hafa verið Faxaflóahöfnum sf. um lóða- og landþörf HB Granda hf. á Akranesi á komandi árum. Hafnarstjóra falið að leggja fram nánari upplýsingar um nánari útfærslu og umfang tillagnanna. 
6. Samantekt um viðlegu skipa í Gömlu höfninni.
Hafnarstjóri kynnti efni samantektarinnar.
7. Tillaga að dagsetningu og dagskrá málþings Faxaflóahafna sf. með notendum.
Lagt fram.
8. Lóðaumsóknir.

a. Erindi Norðuráls ehf., dags.10.10.2014, varðandi lóðirnar Katanesveg 8, Hafnargötu 1 og Hafnargötu 3 á Grundartanga.

b. Umsókn Húsasmiðjunnar ehf. / Bygma Ísland hf., dags. 13.10.2014, um lóðina Kjalarvog 12.

Hafnarstjóra er heimilað að ganga frá gerð lóðagjaldasamninga við fyrirtækin. Fyrirvari er gerður um endanlega stærð og deiliskipulag lóðarinnar við Kjalarvog 12. 
9. Forkaupsréttarmál.

a. Erindi Fasteignasölunnar Mikluborgar, dags. 23.9.2014, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Eyjarslóð 5 fastanr. 200-0096. Seljandi S2 fjárfestingar ehf., kt. 531006-1120. Kaupandi Fjárvari ehf., kt. 440795-2189.

b. Erindi Matthíasar Eyjólfssonar, dags. 24.9.2014, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Hólmaslóð 2 fastanr. 223-3382. Seljandi Hágæði ehf., kt. 491209-0380. Kaupandi Verkgæði ehf. kt. 710511-0630.

c. Erindi Fasteignasölunnar Borgar ehf., dags. 30.9.2014, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Hólmaslóð 2 fastanr. 226-1526. Seljandi Potter ehf., kt. 621210-0250. Kaupandi Þorlákur Hilmar Morthens, kt. 031053-5799.

d. Erindi Eignamiðlunar ehf., dags. 4.10.2014, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Eyjarslóð 9 fastanr. 222-4439. Seljandi Potter ehf., kt. 621210-0250. Kaupandi Evrópu kvikmyndir ehf. kt. 551100-3160, Börkur Jónsson, kt. 150673-4889 og Space ehf. kt. 611206-1860.+

e. Erindi Atvinnuhúsa ehf., dags. 20.8.2014, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Fiskislóð 23-25 fastanr. 231-0621 og 231-0622. Seljandi Lýsing hf., kt. 621101-2420. Kaupandi FF-11 ehf., kt. 680406-1030 og VSP ehf., kt. 430475-0299.

Hafnarstjórn staðfestir að fallið sé frá forkaupsrétti lóðanna enda verði starfsemin í samræmi við skipulag og ákvæði lóðaleigusamninga.
10. Önnur mál.
OJ spurði um áhrif mengunar vegna eldgoss á mælingar á Grundartanga. ÞÁ spurði um „óvelkomna umferð og meindýr“ á hafnarsvæðunum. GG svaraði.
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 14:45

FaxaportsFaxaports linkedin