Ár 2013, föstudaginn 12. apríl kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.
Mættir:
Hjálmar Sveinsson
Páll H. Hjaltason
Björk Vilhelmsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson
Sveinn Kristinsson
Sigurður Sverrir Jónsson
Páll Brynjarsson
Varafulltrúi:
Marta Guðjónsdóttir
Áheyrnarfulltrúar:
Gunnar Sigurðsson
Kristjana Óladóttir
Arna Garðarsdóttir
Auk þess sátu fundinn: Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar, Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.
1. Kynning á helstu niðurstöðum draga að skýrslu vegna umhverfisúttektar á Grundartanga.
Guðjón Jónsson fulltrúi starfshóps sem vinnur að umhverfisúttekt á Grundartanga mætti á fundin og gerði grein fyrir megin niðurstöðum starfshópsins. Starfshópurinn mun ljúka störfum í aprílmánuði og gefa út skýrslu sína í lok mánaðarins. Verða niðurstöður starfshópsins þá kynntar formlega.
2. Bréf borgarráðs Reykjavíkur, dags. 4.3.2013 þar sem óskað er umsagnar um umhverfis- og auðlindastefnu Reykjavíkurborgar.
Hafnarstjórn samþykkir að senda borgarráði umsögnina.
Björk Vilhelmsdóttir vék af fundi.
3. Endurskoðunarskýrsla vegna ársins 2012.
Hafnarstjóri fór yfir megin efni skýrslunnar. Skýrslan lögð fram en samþykkt að senda eigendum Faxaflóahafna skýrsluna til kynningar.
4. Ársreikningur Halakots ehf.
Lagður fram.
5. Samantekt og yfirlitsmyndir á stöðu lóðagjaldamála á lóðum í Gömlu höfninni og Sundahöfn.
Lagt fram.
6. Minnisblað hafnarstjóra dags. 9. apríl 2013 ásamt fylgiskjölum vegna álagningu lóðagjalda í Gömlu höfninni og Sundahöfn. Drög að samkomulagi Faxaflóahafna sf. og Reykjavíkurborgar vegna lóða- og gatnamála á Norðurgarði.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins. Hafnarstjórn samþykkir þau samkomulagsdrög sem liggja fyrir vegna lóða- og gatnamála á Norðurgarði.
7. Ársskýrsla stjórnar Faxaflóahafna sf. 2012.
Lögð fram.
8. Drög að samkomulagi við Siglingafélag Reykjavíkur – Brokey dags. í mars 2013 varðandi aðstöðu í Austurbugt.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir efni samkomulagsins. Hafnarstjórn samþykkir samkomulagið.
9. Minnisblað varðandi stöðu verklegra framkvæmda skv. fjárhagsáætlun 2013.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála. Lagt fram.
10. Umsögn dags. mars. 2013, um skýrslu starfshóps um sundlaugar í Reykjavík.
Lagt fram.
11. Tilnefning Faxaflóahafna sf. til umhverfisverðlauna Hvalfjarðarsveitar 2012.
Lagt fram.
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 10:45