Nú hefur verið undirritaður samningur milli Faxaflóahafna sf. og Vinnuverndar ehf. um ýmis konar þjónustu Vinnuverndar ehf. við fyrirtækið á svið heilsu- og vinnuverndar.  Tilgangurinn er að bæta aðgengi starfsmanna og fyrirtækisins að þjónustu á þessu sviði og e.t.v. ekki vanþörf á að huga að því sem mikilvægast er á viðsjálverðum tímum. 

Í samningi aðila er m.a. kveðið á um aðgengi fyritækisins og starfsmanna að trúnaðarlækni, en öll samskipti þar á milli lúta að sjálfsögðu grundvallar reglum um trúnað lænis og starfsmanns skv. læknalögum og siðareglum lækna. þegar þjónustu er leitað.  Varðandi trúnaðarlækninn er þess m.a. getið í skilgreiningu í fylgiskjali samningsins að hlutverk trúnaðarækna sé margþætt og felsit m.a. ráðgjöf til fyrirtækis og starfsmanna svo og hagsmunagæslu varðandi allt sem gæti spillt heilsu í starfi.

Að auki verður boðið upp á bólusetningu gegn inflúensu að hausti fyrir þá sem þess óska, svo og heilsufarsmælingar þar sem kannaðir eru áhættuþættir varðandi æða- og hjartasjúkdóma.  Loks felst það í samningum að veita ráðgjöf með námskeiðahaldi og vinnustaðaúttekt eftir því sem óskað verður eftir.

 

Eins og áður er nefnt þá er heilsuvernd öllum mikilvægur þáttur í daglegu lífi og með samningnum við Vinnuvernd ehf. er meiningin að bæta þá þjónustu við starfsfólk.  Mikilvægt er að koma sem bestum upplýsingum til starfsfólks um þessa þjónustu og munu þeir Ragnar Eggertsson og Hallur Árnason hafa það verk á höndum í samvinnu við öryggisnefndina sem starfandi er innan fyrirtækisins.  Er að vænta frekari upplýsinga frá þeim um þessi mál.

 

Þá skal minnt á það framlag sem stendur starfsfólki til boða til að mæta kostnaði við almenna heilsurækt – sem öllum er að sjálfsögðu holl og nauðsynleg.  Í því efni er þó ekki nauðsynlegt að taka sér fyrir hendur sundsprett í höfninni eins og undirritaður tók sér fyrir hendur fyrir um ári síðan, en minnt á að holl hreyfing er heilsubót.

Með bestu kveðju og von um að samningurinn við Vinnuvernd ehf. verði að gagni.

 

Gísli Gíslason.

FaxaportsFaxaports linkedin