Sem kunnugt er sigldi kútterinn Westward HO til Akraness og Reykjavíkur í tengslum við hátíð hafsins í júní 2010.  Lukkaðist sú heimsókn afar vel.  Í ágúst árið 2011 gerðu Faxaflóahafnir sf. og Þórshöfn í Færeyjum með sér samkomulag um að Westward Ho sigli á Hátíð hafsins nú í ár og síðan á þriggja ára fresti eftir það.  Hluti af samkomulaginu er að áhöfn kúttersins verði skipuð færeyskum og íslenskum konum og körlum.  wh

 

Allt að 16 manns eru í áhöfn Westward Ho og þýðir það að pláss er fyrir 8 íslendinga hvora leið.  Ákveðið hefur verið að bjóða starfsfólki Faxaflóahafna sf. og þeim sem skipa stjórn fyrirtækisins kost á að manna plássin – eftir því sem skipsrúm leyfir.  Í því felst eftifarandi:

 

ü  Faxaflóahafnir sf. greiða flugfargjald til Færeyja í lok maímánaðar fyrir þá sem sigla frá Þórshöfn til Reykjavíkur.  Brottfarardagur er ekki endanlega ákveðinn en sigling frá Færeyjum til Íslands – með viðkomu í Vestmannaeyjum – tekur um 4 – 5 sólarhringa.

ü  Faxaflóahafnir sf. greiða flugfargjald frá Færeyjum vegna þeirra sem sigla frá Reykjavík til Þórshafnar.  Komið verður til Þórshafnar undir helgina 9. júní en þá er Menningarnótt í Þórshöfn.  Í nefndu samkomulagi er gert ráð fyrir kynningu með íslensku ívafi og verður hún laugardaginn 9. júní með þátttöku ýmissa aðila, en það mál er í úndirbúningi.  Flug til Íslands yrði því væntanlega mánudaginn 11. júní.

ü  Þeir áhafnarmeðlimir sem færu til Þórshafnar yrðu að útvega sér gistingu þá daga sem þar er dvalið – en rætt verður við þá í Þórshöfn um valkosti og fyrirkomulag á þeim þætti.

 

Dagskráin í Þórshöfn ætti að skýrast upp úr mánaðarmótum mars/apríl og verður þá gerð nánari grein fyrir henni.

 

Eins og að ofan er nefnt þá er starfsfólki og stjórn Faxaflóahafna sf. boðið að taka þátt í verkefninu.  Áhugasamir eru beðnir um að senda undirrituðum tölvupóst (gislig@faxi.is) og tilgreina hvora leiðina viðkomandi hefur áhuga á að fara.  Tekið verður við tilkynningum til og með föstudagsins 30. mars.  Ef offramboð verður þá verður hugað að jöfnum hlut kynja og þeir ganga fyrir sem ekki sigldu árið 2010.  Ef allt um þrýtur fer fram úrdráttur umsókna.

 

Kveðja

Gísli Gíslason, hafnarstjóri

FaxaportsFaxaports linkedin