Á fundi með starfsmönnum hafnarþjónustu var farið yfir ýmis atriði sem tengjast breyttu vaktafyrirkomulagi og fyrirkomulagi á föstum yfirvinnutímum.  Miðað er við að nýtt skipulag taki gildi 1. mars 2010. 

Á fundinum var farið yfir nokkrar glærur sem eiga að gefa almenna mynd af breytingunum.  Þær glærur má sjá hér.  Þá var nefnt að lítlsháttar breytingar verða á þeim starfslýsingum sem kynntar voru í febrúar s.l., en skjal varðandi þau mál má sjá hér.

Þrennt skal áréttað sérstaklega:

A)  Breytingar taka gildi 1. mars, en formlegt bréf verður sent starfsmönnum hafnarþsjónustu fyrir 1. desember n.k.

B)  Starfsmönnum hafnarþjónustu er boðið upp á að eiga fund með hafnarstjóra eða yfirhafnsögumanni til að fara nánar yfir þau mál sem viðkomandi varðar.

C) Í lok árs 2010 verða áhrif breytingarinnar skoðuð sérstaklega og gerð grein fyrir þaim á fundi með starfsmönnum.

Yfirhafnsöguðmaður mun í frmahaldi setja inn á vefinn vaktatöflu í hafnarþjónustunni – eins og óskað var eftir á fundinum.

FaxaportsFaxaports linkedin