Faxaflóahöfnum sf. var boðið að vera með innlegg á Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins í síðustu viku. Í sjálfu sér áhugavert og fróðlegt að sjá hvað er í pípunum hjá ríki, borg, og ýsmum greinum atvinnulífsins. Auk Faxaflóahafna sf. kynnti Siglingastofnun verkefni í höfnum á Íslandi (verkefni einstakra hafna og framlag ríkisins). Sem sjá má á meðfylgjandi glærum þá eru umsvif Faxaflóahafna sf. jafn mikil – og reyndar aðeins meiri – en samanlegðar framkvæmdir annarra hafna og framlags ríkisins. Sú staða ber ekki vitni miklum framkvæmdum utan Faxaflóahafna sf. sem hlítur að vera áhyggjuefni annarra hafna. En HÉR má sjá glærur Siglingastofnunar og HÉR glærur Faxaflóahafna sf.
Útboðsþing 2013
12. september, 2013 | Hvað er í gangi, Innri vefur