Frá því að farið var í Ölvisholkt og á Sjávarútvegssýninguna þá hefur verið rólegt í samkvæmislífinu – en þrátt fyrir allt er talsvert framundan.  Óstaðfestar fregnir herma að þann 22. október verði árshátíð starfsmanna Faxaflóahafna sf. – en nánari fréttir munu berast af því innan örskamms tíma.  Þau Karl Hjaltested og Kristjana eru í óða önn að undirbúa og skipuleggja.  Laugardaginn 26. nóvember verður kveikt á Hamborgartréinu og föstudaginn 2. desember verður árleg jólasamvera – sem nánar verður tilkynnt um.  parti

Þeir sem vilja setja þetta í gleðibókina hjá sér geri það – en með fyrirvara um tímasetningu árshátíðar – þar getur brugðið til eða frá með dag.

FaxaportsFaxaports linkedin