Dagana 17 til 19 október tóku Faxaflóahafnir þátt í kaupstefnu í Nuuk á Grænlandi á vegum Flugfélags íslands.Tilgangurinn var að kynnast þeim breytingum sem eru að verða á Gænlandi og einnig að hitta útgerðir og aðra þá sem eru viðskipatvinir Faxaflóahafna á svæðinu. Minnisblað um heimsóknina er birt hér fyrir neðan og einnig ágæt grein Guðmundar Nikulássonar hjá Eimskip sem skrifar um svipuð efni og hann kemst að svipaðri niðurstöðu; það eru tækifæri á austurströnd Grænlands fyrir Faxaflóahafnir og Eimskip í tengslum við væntanlega námuvinnslu þar.
Erindi Guðmundar Nikulássonar framkvæmdastjóra Eimskips Innanlands á Nýsköpunarþingi 2011.
 
Ný tækifæri á norðurslóðum / 1.nóvember 2011.
Á undanförnum áratugum hafa átt sér stað miklar loftslagsbreytingar í heiminum sem haft hafa í för með sér hlýnun á norðurhveli jarðar sem svo aftur hefur mikil áhrif varðandi þykkt og umfang íssins á Norður-Íshafinu. Þannig er ísinn að bráðna og þynnast á Norðurskautinu. Íslendingar eiga vissulega mikla hagsmuni varðandi það hver verður þróun mála á
Norðurslóðum bæði til lengri og skemmri tíma. Þetta svæði er mjög auðugt af náttúruauðlindum og sömuleiðis skapast nýir möguleikar varðandi siglingar á þessum slóðum samhliða bráðnun íssins. Samhliða auknum umsvifum á þessu svæði gætu skapast góð og áhugaverð tækifæri til atvinnuuppbyggingar og fjárfestinga sem gætu haft jákvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf sé horft til lengri tíma.
 
Þetta hefur til dæmis í för með sér að það opnast nýir möguleikar á austanverðu Grænlandi varðandi námuvinnslu mun norðar en áður hefur verið mögulegt. Þarna er verið að skoða fjölmörg áhugaverð verkefni og ekki er ólíklegt að í tengslum við þau skapist áhugaverð verkefni hérlendis hvað varðar umskipun á málmum til flutninga um allan heim og eins verður þörf fyrir ýmsa þjónustu þar sem nálægð við alþjóðlega flugvelli og birgðastöðvar skiptir máli, þar gætu Reykjanes, Ísafjörður og jafnvel Akureyri átt góða möguleika. Eins opnast möguleikar á olíu- og gasleit á svæðum sem ekki hafa hingað til verið aðgengileg og núna eru að fara í gang verkefni á því sviðið á hafsvæðinu milli Grænlands og Svalbarða. Sama má segja um þessi verkefni þau hafa svipaðar þarfir varðandi þjónustu og “infrastruktur“ og námuverkefnin og því geta líka falist í þeim umtalsverð tækifæri fyrir íslendinga. Síðast en ekki síst skapast möguleikar á siglingum milli Asíu til Evrópu um Norðurskautið með sérútbúnum skipum í framtíðinni. Þessi skip verða dýr í byggingu, stærð þeirra takmörkuð og þau munu þurfa fylgd ísbrjóta á leið sinni um Norðuríshafið.
Einnig þarf að hafa í huga að siglingar á þessum slóðum gætu haft neikvæð áhrif á umhverfisþætti og við skulum alveg gera okkur grein fyrir því að þeim fylgir ákveðin áhætta. Siglingaleiðin frá Shanghai um Súezsskurðinn til Rotterdam styttist um tæplega 1.400 km eða nálægt 8% sem styttir flutningstíma um 1,5 daga.
 
Allir þessir þættir eru áhugaverðir fyrir Íslendinga og í þeim geta vissulega falist umtalsverð viðskiptatækifæri fyrir okkar þjóð ef rétt er á málum haldið. Það er nauðsynlegt fyrir okkur að fylgjast vel með þeirri umræðu og taka þátt í því sem á sér stað varðandi þessar siglingar og eins að fylgjast vel með því sem er að gerast varðandi olíuleit og námuvinnslu á austurströnd Grænlands, þó svo hún sé mjög stutt á veg komin. Það er alls ekki sjálfgefið að Ísland verði umskipunarhöfn fyrir þessa nýju flutningaleið. Það má segja að það séu 3 möguleikar í stöðunni. Í fyrsta lagi gætu menn tekið upp á því að losa alla gámana í Murmansk í Rússlandi og snúa skipunum þar við. Annar möguleiki væri að Ísland gæri orðið umhleðsluhöfn fyrir stóru skipin sem væru að koma Norður-Íshafsleiðina. Skipin myndu samt væntanlega aldrei losa allt á Íslandi heldur halda áfram og losa gámana fyrir meginland Evrópu t.d. í Rotterdam, en þar eru allar tengingar fyrir hendi bæði á sjó og landi. Þriðji möguleikinn sem er kannski sá líklegasti er að þessi stóru skip sigli framhjá Murmansk og Íslandi og sigli beint á Rotterdam þar sem þau vinna ekki neinn gríðarlegan tíma með umhleðslu á leiðinni og myndu velja að skera niður þann kostnað sem því fylgir. Tækifæri liggja auðvitað í þessari nýju siglingaleið hvað varðar tengingu inná kerfi íslenskra skipafélaga þó svo íslensku félögin muni ekki sigla ein og sér og óstudd þessa leið. Í þessum siglingum verða sérútbúin skip sem líklega verða rekin af stóru alþjóðlegu skipafélögunum en það gæti verið áhugavert fyrir íslensk skipafélög að taka þátt í að þróa lausnir með þeim. Okkar uppbygging á Norðurslóðum miðast meira við að Ísland geti orðið umhleðsluhöfn, „transit hub“ þar sem skipa má frakt í gámum yfir í okkar siglingakerfi og skip sem taka gámana síðan áfram til Færeyja, Norður Noregs, Skandinavíu, Bretlands, USA og Kanada en síðan myndu Íshafs skipin væntanlega halda áfram til Rotterdam í Hollandi þar sem meirihluti gámanna færi síðan áfram í dreifingu á meginlandi Evrópu eins og áður hefur komið fram.
 
Við skulum því ekki gera okkur of miklar væntingar um að Ísland verði þungamiðja í þessum flutningum en full ástæða fyrir okkur sem þjóð að halda öllum möguleikum opnum hvað það varðar. Það er enn töluvert í að þetta verði að veruleika eða um 10-20 ár að mínu mati en við erum þá tilbúin að takast á við verkefnið þegar þar að kemur en væntanlega þurfum við Íslendingar að huga að því hvernig við getum tekið á móti þessum stóru skipum í höfn á Íslandi. Hvar sú höfn yrði byggð upp liggur ekki fyrir á þessari stundu en eðlilegt er að horfa annað hvort til Austurlands eða Norðurlands í því sambandi. Við erum að tala um höfn þar sem krafa verður um 16-18 m viðlegudýpi, nægt viðlegupláss og nægilegt landrými. Að ráðast í byggingu slíkrar hafnar er mikil fjárfesting og ekki verður farið í hana nema verkefni liggi fyrir. Varðandi heppilega staðsetningu er æskilegt að þessi höfn sé sem næst siglingaleið um Íshafið til Rotterdam eða meginlands Evrópu. Ef hins vegar við náum að markaðssetja okkur sem umhleðsluhöfn þá gæti það orðið gríðarleg lyftistöng fyrir íslendinga. Það eru þrjú mismunandi kerfi sem eru og verða í boði varðandi flutninga á milli Asíu og Evrópu:
 
Núverandi skipaflutningakerfi sem er tengt lestarkerfum og landflutningakerfum í öllum stærstu höfnum heimsins. Hérna eru stóru skipafélögin ráðandi aðilar en þau reka jafnframt fjölda af gámahöfnum um allan heim. Mörg þeirra hafa fjárfest gríðarlega mikið á undanförnum árum bæði í stórum gámaskipum og gámahöfnum víða um heim. Það er ljóst að stóru skipafélögin þurfa að hafa næg verkefni fyrir þau gámaskip og gámahafnir sem eru í rekstri í dag til að standa undir þeim fjárfestingum sem búið er að ráðast í. Maersk er t.d. að láta smíða 18.000 TEU skip sem eru 12x stærri en stærstu íslensku gámaflutningaskipin í dag. Maersk hefur einnig nýlega kynnt nýjar víddir í siglingum sem þeir kalla Maresk-daglega en þar bjóða þeir upp á daglegar brottfarir á milli Asíu og Evrópu, með færri viðkomum en áður hefur verið gert og eru með 70 gámaflutningaskip til að sinna þeirri þjónustu. Lestasamgöngur á milli Asíu og Evrópu. Þar eru í gangi tilraunaverkefni um lestasamgöngur landleiðina frá Kína til Klaipeda svo þróun í þeim
efnum er mikil. Ný Arctic siglingarúta, Norðausturleiðin sem styttir siglingavegalengd um 8% og flutningstíma um 1,5 daga frá Asíu til Evrópu samanborið við hefðbundnar flutningaleiðir. Sérhæfð, ísstyrkt og mun dýrari skip þarf til siglinga á Norður-Íshafinu og þau munu ekki geta verið jafnstór og stærstu gámaskipin eru í dag. Líklegt er að á þessari leið yrðu einkum um að ræða hráefnisflutninga frá Evrópu til Asíu og síðan yrðu fullunnar vörur fluttar til baka. Einnig gæti verið um olíu- og gasflutninga og sérstaka flutninga sem tengdust ákveðnum verkefnum á þessari flutningaleið í framtíðinni.
 
Á sama tíma og mikil og góð umræða á sér stað um siglingar um Íshafsflutninga um Norðurskautið þá eru hinar tvær hefðbundnu leiðirnar að þróast áfram þ.e. lausnir stóru skipafélaganna eins og Maersk sem og járnbrautakerfin. Hver og ein þessara leiða hefur sína kosti og galla, styrkleika og veikleika. Á milli þeirra mun alltaf verða hörð samkeppni á viðskiptalegum forsendum. Ekki er líklegt að ein leiðin taki yfir hinar og verði ráðandi a.m.k. ekki næstu 20 árin. Á sama tíma eru Kanada- og Bandaríkjamenn líka að huga að sinni Norðurleið í gegnum ísinn. Íslendingar þurfa að vera tilbúnir til að takast á við þetta stóra verkefni sem siglingar um Norður-íshafið eru með því að taka þátt í hugmyndavinnunni, hafa þessa nýju heimsmynd í flutningum til hliðsjónar við alla ákvörðunartöku um uppbyggingu siglingakerfa og taka þátt í að reyna að selja Ísland sem umskipunarhöfn í framtíðinni. Stöðug þróun varðandi nýjar siglingaleiðir í samræmi við þarfir markaðarins er nauðsynleg. Sem dæmi um þetta má nefna að Eimskip kynnti fyrir skömmu nýja siglingaleið sem teygir sig vel inn á Norður-Atlantshafið með því að hefja áætlanasiglingar með gámaskipum til Sortlands í Norður-Noregi, þar með eru komnar góðar tengingar frá Noregi/Svíþjóð og Rússlandi til Íslands og svo áfram til Nýfundnalands, Bretlands, austurstrandar Kanada og Bandaríkjanna. Með þessari nýju leið skapast möguleikar fyrir Íslensk fyrirtæki að kaupa t.d. fisk í Noregi eða Rússlandi og flytja til Íslands og skapa með því ný störf hér við að fullvinna vöru sem síðan er flutt út og skapar aukin verðmæti fyrir þjóðina.
 
Guðmundur Nikulásson
 

Minnisblað
Þátttaka Faxaflóahafna í kaupstefnu í Nuuk á Grænlandi 17. – 19. október
 
21. október 2011
            Samtals tóku 16 íslensk fyrirtæki þátt í kaupstefnu Flugfélags Íslands en henni var ætlað að styrkja samskipti fyrirtæka á Grænalnadi og Íslandi. Með reglulegu flugi þrisvar í viku til Nuuk frá Reykjavík hafa möguleikar stóraukist til viðskipta við Grænlendinga. Einnig skiptir máli að Royal Arctic Line hefur mánuðarlega viðkomu í Reykjavík á leiðinni Ålborg – Nuuk.
            Grænlendingar hafa nú Heimastjórn og umræða er í gangi um frekara sjálfstæði. Danir eru áberandi í öllum stjórnunarstöðum í Nuuk en vegur Grænlendinga í þessum efnum hefur vaxið. Glöggt kom fram í viðtölum við Grænlendinga að þeir líta til Íslands um fyrirmyndir í ýmsum efnum, bæði hvað varðar iðnað, stjórnmál og fiskveiðar.  Með bættum samgöngum við Grænland skapast því gagnkvæm tækifæri til frekari samskipta og viðskipta sem rétt er að fylgjast með.         
            Með viðkomu Royal Arctic Line í Reykjavik á leiðinni Ålborg – Nuuk tengjast Faxaflóahafnir Grænlensku atvinnulífi nú þegar. Æskilegt væri að Royal Arctic Line gæti komið við í Reykjavík á austurleiðinni en samkvæmt upplýsingum er ekki nægjanlegt magn af frakt til að slíkt sé réttlætanlegt. Sem dæmi um óhagræðið sem þetta veldur má nefna að oft á tíðum er vara sem á að fara frá Grænlandi til USA fyrst flutt til Ålborg, síðan til Reykjavíkur og þaðan með Eimskip til USA.
            Fiskur hefur verið vaxtarbroddur Grænlensks atvinnulífs í mörg ár en í grein í Grænlensku blaði í s.l. viku kom fram að framleiðslugeta frystihúsa, víðsvegar í Grænlandi, er fjórum sinnum meiri en aflamagnið sem leyfilegt er að veiða. Þarna er sennilega um að ræða misheppnaða byggðastefnu þar sem frystihús í hveru þorpi átti að bjarga atvinnu og uppbyggingu. Í dag er áherslan í atvinnumálum á olíuleit og leit að verðmætum málumum.
 
„Greenland is experiencing an increasing interest from the mining industry in exploration. By the start of July (2011) 77 exploration lecenses, 17 prospecting licenses, six small scale licenses and four exploitaton licenses were granted, with a further 26 applications being processed – possible to be granted later in 2011.“ (Greenland Oil & minerals, published by Sermitsaq. AG, written by Martin Scheuerlein)
      
       Í dag fer mest af rannsóknum fram á vestur og suðurströndinni. Rekís hamlar olíuleit á austurströndinni og takmarkaðir innviðir hamla þar leit að málmum. Í viðtölum kom glöggt fram að ef og þegar austurströndin verður vinnsluhæf munu hafnir og aðstaða á Íslandi leika hlutverk í þjónustu við þetta svæði. Það er því mikilvægt fyrir Faxaflóahafnir að fylgjast vel með framgangi mála á Grænlandi og byggja upp tengslanet ásamt því að safna upplýsingum. Til umhugsunar er sú leið sem Ålborghöfn hefur sett af stað og lýst er í ofannefndu tímariti:
 
„A wide range of companies in Ålborg and the Northern part of Denmark have specialised in servicing Greenland and are engaged in the development of the Greenlandic society. On inititive of the port and the City of Ålborg, Arctic Business Network has been established with the purpose of expanding the commercial cooperation between Northern Jutland and Greenland.“
 
Hinn sameiginlegi fókus Norðurjóta og Álaborgar er að Ålborghöfn er aðalhöfn
Grænlands sem býr til tengingu og sóknarfæri. Þessi fókus hefur skekst að undanförnu við það að Flugfélag íslands flýgur nú vikulega til Nuuk og til fimm staða á Grænlandi um sumarmánuðina. Ferðaþjónustan á Grænlandi er því verið í nánu samstarfi við íslenska kollega, og einnig við Faxaflóahafnir, auk þess að verktakar frá Íslandi hafa starfað um langt skeið á Grænlandi og gera enn. Tengslin við Ísland hafa því verulega aukist og í s.l. viku var t.d. Háskólinn í Reykjavík með kynningu fyrir menntaskólanema í Nuuk þar sem b
oðið var upp á nám við skólann.
 
Fyrirtæki sem talað var við í Nuuk:
 
Niisa Trawl og Sikuaq Trawl
Útgerðir í eigu Carl Christensen, sem er Grænlendingur og á um þa bil 17.000 tonna kvóta. Líkar vel við slippinn á Akureyri, hefur mikil samskipti við Sjótak, sem erumboðsmaður fyrir skip hans og Vélar og skip. Landar á Íslandi ef þeir þurfa að fara í slipp en annars fiska þeir við vestur Grænland og því hagstæðast að landa í Grænlenskri höfn. Selja mest til Rússlands og Skandinavíu.
 
Nuuk kommune, skipulagsdeildin
Verið er að skipuleggja nýtt hafnarsvæði fyrir gáma sem verður ca 40.000 m2 og byggja bryggju sem verður 340 m  löng og deildin er því mjög áhugasöm um samskipti við Faxaflóahafnir til að bera saman bækur. Það er Evrópst verkfræðifyrirtæki sem sérhæfir sig í höfnum að teikna svæðið og framkvæmdir eiga að hefjast á næsta ári.
 
Greenland Touristråd, Anders Stenbakken, managing director
Anders er nýlega tekin við forstjórastólnum en var áður 11 ár á austruströndinni í bæ sem heitir Tasilaq. Hann segir Ísland vera mikilvægasta samstarfsaðila Grænlands í ferðamálum. Rætt var um að auka samstarfið við Faxaflóahafnir og hefjast handa um sérstakt verkefni þar sem ferðir skemmtifeðaskipa sem færu til Íslands (Reykjavik)/Grænlands yrður greindar og síðan yrðu sérstakar ferðaleiðir dregnar upp og síðan lagðar fyrir útgerðir. Einnig var rætt um að endurtaka samstarf um sérstakan fund í desember á næsta ári þar sem forsvarsmönnum útgerða og ferðaskrifstofa í Evrópu yrði boðið t.d. til Kaupmannahafnar til að kynnast betur Norður Atlantshafssvæðinu. Almennt var samþykkt að halda áfram góðu sambandi og samvinnu á milli Faxaflóahafna og ráðsins.
 
Siunnersortit, Rober Möller eigandi og framkvæmdastjóri
Robert vann áður hjá Royal Arctic Line en hætti þar fyrir ca. einu og hálfu ári er nú sjálfstæður ráðgjafi fyrir útlend fyrirtæki sem ætla að starfa í Grænlandi. Vill gjarnan starfa með Faxaflóahöfnum og sér ýmsa möguleika. T.d. er hann að vinna með fyrirtæki sem hyggst stunda fiskveiðar við austurströndina og telur möuleika á að landa ferskum fiski í Reykjavik til áframsendingar með frystigámum sem stilltir væru á + 2°c. Hann er einnig að vinna með námufyrirtækjum sem eru að skoða austurstöndina og telur Reykjavík/Grundartanga þá hugsanlega koma til greina sem supply höfn.
 
S&M og Orbicon Grönland a/s, Michael Mörch og Inooraq Brandt
Verkfræðifyrirtæki sem koma að ýmsum framkvæmdum fyrir heimastjórnina. S&M sjá um allt viðhald á höfnum í Grænlandi og þeir eru sérlega áhugasamir um að vera í samskiptum við okkur. Vilja fá að koma í heimsókn til okkar í vor og kynnast okkar starfsemi.
 
Ujuunnguaq Heinrich, Grænlenskur fiskimaður
Ujuunnguaq er ósköp venjulegur fiskimaður en hann kom til okkar hikandi og feiminn. Hefur áhuga á að fá upplýsingar um Sóma báta, notaða og nýja. Einnig vildi hann vita um verð á grásleppuhrognum á sumarvertíðinni hér en hann segist hafa fengið DKR 38,00 fyrir kg. hjá kaupendum á Grænlandi.
Upplýsingum um bæði málefnin hefur verið komið til hans.
 
 
 
Royal Arctic Logistics A/S, Gorm Diernisse
Þetta fyrirtæki er hluti af Royal Arctic Line og sér um rekstur allra hafna á Grænlandi.  Gorm segir að í gangi sé ákveðið kerfi um forgang skipa sem koma til hafnar í Grænlandi að bryggjuplássi; fyrst í röðinni eru stransiglingaskip, containerskip, fiskiskip og síðan cruise. Aðgöngumiðinn til Grænlands með skemmtiferðaskipum er DKR 525 á farþega sem greiðast til ríkisins og einnig borga þau bryggju- og lestargjöld fyrir allar hafnir sem þau heimsækja í ferðinni. Endamenn, dráttarbátur og önnur þjónusta er rukkað sérstaklega. Þegar skipt er um farþega á Grænlandi greiðir útgerðin DKR 525 fyrir farþega sem koma nýjir um borð. Skip sem kemur í 3 sml radíus frá höfn er gjaldskylt. Einnig kom fram að ekki eru girðingar eða öryggisverðir þar sem skipin leggjast að eða farþegar koma í land til að framfylgja ISPS reglunum.
 
Xploration Services Greenland, Martin Ben Shalmi
Nokkuð öflugt fyrirtæki sem þjónar námu- og olíufyrirtækjum. Um þessar mundir þjónar fyrirtækið aðallega námufyrirtæki ca. 100 km. frá Nuuk sem er að vinna málmgrýti. Telur ekki miklar líkur á olíuvinnslu austan Grænlands þar til að tækni hefur verið innleidd sem ræður við rekís. Á hinn bóginn telur hann að námugröftur á austurströndinni sé ekki langt undan og þá muni hafnir á íslandi verða í fókus. Nefndi meðal annars að möguleiki væri á að „feeda“ með minni skipum úr námunum til Íslands ( Grundartanga ) í veg fyrir stærri bulk skip þar sem hafnaraðstaðan á austur Grænlandi væri ekki fyrir stærri skip. Einnig væri ýmis þjónusta, tengingar við flug og möguleiki til að „bunkera“ stórir þættir sem taka þyrfti með í reikninginn.
 
Royal Arctic Line, Lars Borris Pedersen og Jakob Nordström
Sýndu okkur hafnarsvæðið í Nuuk og höfuðstöðvar fyrirtækisins. Ræddu samvinnuna við Eimskip og siglingar frá Ålborg til Reykjavikur og síðan Nuuk. Höfu áhuga á að skilja betur verðskrá Faxaflóahafna og hvernig vitagjald er reiknað á þá. Einnig var spurt um möguleika á því að skip RAL færu lóðslaus um hafnir Faxaflóahafna og var bent á hafnarreglugerð þar sem talað er um að sækja megi um lóðsréttindi. Vildu þeir meina að ef hafnargjöld lækkuðu myndi jafnvel opnast sá möguleiki að fjölga ferðum til Reykjavíkur. Lýstu fyrir okkur samgöngum í Grænlandi, bæði á austur og vesturströnd, og skýrðu hina ýmsu erfiðleika sem við er að etja. RAL er að láta smíða 4 strandferðaskip í Strahlsund í Þýskalandi sem munu á næstu árum leysa eldri skip af hólmi, en þeir reikna með auknum verkefnum víða á Grænlandi þegar námugröftur hefst fyrir alvöru.
Polar Seafood og Royal Greenland Seafood, útgerðarfélögin, gátu ekki hitt okkur vegna sýningarinnar DANFISH sem stóð yfir í Ålborg um helgina og starfsmenn ekki komnir til baka.
 
Ágúst Ágústsson
Gísli Jóhann Hallsson

FaxaportsFaxaports linkedin