Það er ástæða sem fyrr til að færa öllum þeim þakkir sem tóku þátt í að undirbúa hátíðahöldin á Sjómannadaginn. Hátíð hafsins og Sjómannadagurinn er orðin einn af hornsteinum í jákvæðum viðburðum borgarlífsins og það vekur jákvæða athygli á þeirri starfsemi sem við vinnum að. Í undirbúningi hátíðahaldanna leggja margir á sig töluverða vinnu og sinna verkefnum sínum af þeim metnaði sem afar ánægjulegt er að fylgjast með. Í ár eru 80 ár liðin frá stofnun Sjómannadagsráðs sem hefur verið samstarfsaðili hafnarinnar öll þau ár og samstarfið ávallt farsælt. Það eru reyndar einnig 50 ár frá því að Sjómannadagsráð hóf rekstur að Hrafnistu í Laugarásnum og svo eru auðvitað 100 ár frá verklokum Gömluhafnarinnar árið 1917. Það er því margs að minnast á þessum tímamótum og notarlegt að finna þann áhuga sem allt mitt fólk hefur á verkefnum sínum og heldur þannig góðu verki fyrirrennara okkar hátt á lofti. Ég flutti stutt ávarp við messu á Hrafnistu á Sjómannadaginn þar sem sú kynnslóð býr sem lokið hefur farsælu og gjöfulu dagsverki. Leyfi pistlinum að fylgja með Sjómannadagur 2017.
Kveðja til ykkar allra.
Gísli G.