Heil og sæl gott fólk.
Þið kannist við hvursu vel úr garði starfsmenn, með formann starfsmannafélagsins, Erling Þorsteinsson í fararbroddi, hafa gert skrifstofuaðstöðuna að Korngörðum 5 vistlega.  Spurt hefur verið hvort til greina komi að starfsmenn hefðu aðgang að salakynnunum við sérstök tækifæri.  Svarið er: Já – með eftirfarandi skilyrðum: 1.  Starfsfólk Faxaflóahafna sf. getur fengið afnot salarsins til lögmætrar viðveru! (Afmæli, ferming o.sv.frv….)
2. Formaður starfsmannafélagsins tekur við beiðnum um afnot og heldur reiður á þeim.
3. Þeir sem fá salinn til afnota skulu skila honum þrifnum og í sama ástandi og við honum er tekið.
4. Ekkert gjald verður tekið – en áskilið að endurgjald komi fyrir það sem lagfæra þurfi eða þrífa.
5. Hreysti, ónæði eða kvartanir vegna afnota salarins munu leiða til þess að þetta fyrirkomulag verður ekki heimilað.
Sem sagt:  Meðan ekkert annað verður gert við húsnæðið þá verður þetta leyft – en í höndum starfsfólks hvernig til tekst.  Okkur er ekki heimilt að leigja húsnæðið út til samkomuhalds þannig að sá sem fær afnot hússins verður að tryggja alla aðgæslu sem eðlilegt er að hafa í þessu samhengi.
Kveðja Gísli G

FaxaportsFaxaports linkedin