Í næstu viku, 21.-25. ágúst, eigum við von á úttektaraðilum frá BSI á Íslandi. BSI er leiðandi aðili í faggildri vottun á stjórnkerfum samkvæmt ISO stöðlum og öðrum alþjóðlega viðurkenndum stöðlum. Viðskiptavinir þeirra í dag telja um 80.000 víðsvegar um heiminn.
Í næstu viku mun BSI taka okkur út og skoða hvort að Umhverfisstjórnunarkerfið okkar er tilbúið. Einnig munu þeir gera svipaðar úttektir og okkar innri úttektir sem gerðar voru í vor. Þeir aðilar sem sitja munu fyrir svörum eru þeir sömu og voru í apríl. Fundarboð hefur verið sent á þessa ákveðnu aðila. Ef allt er eins og það á að vera, þá munum við hljóta umhverfisvottun á haustdögum.
Við viljum hvetja alla áfram til að halda umhverfinu í kringum sig hreinu og snyrtilegu, þannig að við sýnum fram á hversu mögnuð við erum þegar við stöndum saman.