Sjávarútvegssýningin í Kópavogi verður dagana 2. – 4. október. Hún verður sem sagt formlega opnuð fimmtudaginn 2. október og stendur til laugardagsins 4. október. Að sjálfsögðu verða Faxaflóahafnir sf. þar með kynningarbás þar sem áhersla verður lögð á þau verkefni sem eru í gangi og þá þjónustu sem höfnin veitir.
Föstudaginn 3. október er meiningin að bjóða stjórn, varafulltrúum í stjórn og starfsfólki í eilitla móttöku á sýningunni og að sjálfsögðu að gefa þeim kost á að skoða sýninguna. Móttakan verður sem sagt á bás Faxaflóahafna sf. föstudaginn 3. október kl. 16:00 – og er nú óskað eftir að þetta verði látið berast þannig að enginn verði af góðri samveru. Ágúst Ágústsson mun hafa með miðamál að gera þá aðgengilega fyrir starfsfólkið og mun hann koma skilaboðum þar að lútandi á framfæri.
Kveðja Gísli G.