Annan dag hvítasunnu fóru þeir Vignir, Gísli G. og Jón Sigurðsson til tilraunaveiða í Kalmannsá í landi Kataness, en þar er álitlegur pollur á flóði sem ástæða var að kanna hvort geymdi fisk.
Skemmst er frá því að segja að þarna er ekki fiskur – nema hvað að einn sndkoli sýndist elta spún veiðimanna. Hins vegar var ferðin hin ánægjulegasta í sól og blíðu. Inn af Katanesi er æðarvarp sem húsfreyjan á mIðfelli hefur tekið að sér og mikið fulgalíf. Við Kalmannsánna er fallegur grasbali sem lítur vel út til grillgjörninga á góðum degi.