Um þessar mundur situr hafnarstjórinn ráðstefnu í Antwerpen sem ber heitið Optimising Port Productivity – og flutti þar gagnmerkt tímamóta erindi eins og vænta mátti.. Um 100 manns sitja þessa ráðstefnu og þátttakendur víða að úr heiminum.
Erindi hafnaarsjtórans bar hið virðulega heit: Raising finance for major capital projects. Ekki svo sem það mest spennandi – en með því að tengja þetta fjármögnun framkvæmda á Íslandi og mismunandi eignarhaldi – og rekstri hafna þá var hægt að gera þetta þokkalega áhugavert. Eins og ætíð er þegar íslendingar eru erlendis og enginn annar til frásagnar þá vakti fyrirlesturinn að sjálfsögðu mikla athygli og jafnvel lukku:=“).
Glærurnar sem hafnarstjórinn notaði við verknaðinn má sjá hér.
Önnur áhugaverð erindi sem eru á dagskránni fjalla m.a. um samkeppni hafna, efnahagsmál hafna og umhverfis þeirra, umhverfismál, hagræðingu í starfsemi hafna og hvernig megi auka afköst á hafnarsvæðum. Alltaf er eitthvað til lærdóms af þessu – en m.a. áhugavert að heyra ef samdrætti í flutningum á heimsvísu. Á nýlegum fundi hafnarstjóra frá Norðurlöndunum var gerð grein fyrir 10 – 30% samdrætti. Í ársskýrslu IAPH, sem nýlega kom út má sjá að samdráttur í gámaflutningum á heimsvísu er 20 – 30% að meðaltali. Á ráðstefnunni í Antwerpen voru birtar tölur um eftirfarandi hafnir: Bremen – 20.8%, Rotterdam – 15%, Hamborg -30%, Barcelona -35%, Valencia +4.7%, Genoa – 10.1%, Los Angeles -16%, New York -17%, Vancuver -15%, Shanghai -15%, Senzhen -21.1% og loks viniahöfn Faxaflóahafna sf., Quingdao +2%. Það er því víðar vandi en á Fróni. Áhyggjur hafnafólks víða um heim eru þær að á næstu misserum megi ekki búast við miklum viðsnúningi – en ef og þegar eitthvað glæðist þá muni það gerast fremur hægt. Það veðrur því eitthvað í að hæðum góðæris verði náð í flutningum á milli hafna víða á jarðkringlunni.