Mikill viðburður var í Suðurbugtinni í dag þegar tveir nýir hafnarverðir Faxaflóahafna sf. voru kynntir til sögunnar.  Tilgangur ráðningar þessara hafnarvarða er að mýkja nokkuð ásýnd hafnarinnar enda er þróunin í Gömlu höfninni í þá veruna að þar hasli sér í auknum mæli léttari starfsemi. 

Sérstök athygli er vakin á hinum nýju embættisbúningum sem hafnarverðirnir munu klæðast, en annars vegar er um að ræða svartan vetrargalla, sem er í senn léttur og hlýlegur, en hins vegar hvítur sumargalli.  Þeim hafnarvörðum sem verða við „þyngri“ störf í Sundahöfn og á Grundartanga stendur einnig til boða að fá þessa embættisgalla.  Þeir sem það kjósa verða þó að fara á þriggja vikna námskeið í framkomu og viku útlitsmeðferð.  Á myndinni hér að neðan sést augljóslega að nýju hafnarverðirnir munu eiga mun auðveldar með að eiga við trillukarla og aðra notendur hafnarinnar því þeir njóta augljósrar og óskiptrar athygli viðskiptavina hafnarinnar.

FaxaportsFaxaports linkedin