Stjórn starfsmannafélagsins sló ekki fleilnótu frekar en fyrri daginn með starfsmannaferðinni með Eldingu um flóann og á Skaga.  Hörðustu sæhundar mættu stundvíslega um borð í Eldinguna og sigldu sem ekkert væri inn í Sundahöfn og þaðan upp á Skaga með viðkomu norðan Viðeyjar þar sem sá guli fékk að kenna á því. 

Þegar komið var á Skagann var haldið í einstakan kynningarleiðangur um plássið og að lokum sest að snæðingi í hátíðarsal Hafnarhússins á Skaganum, sem hafði að sjálfsögðu verið skreyttur eins og best verður á kosið.  Að vökulokum stóðu allir upp (þrátt fyrir þrjá brotna stóla) og eins og segir í vísunni einu sönnu:  „……og allir komu þeir aftur og enginn þeirra dó“.  Við þetta tækifæri sýndu margir á sér sínar bestu hliðar, Sigga formaður, Elli kistusmiður, Lárus grillari og ekki síst Jón forseti ökumaður.  Hafði þau og aðrir bestu þakkir.

 

FaxaportsFaxaports linkedin