Í morgun kynntu þau á tæknideildinni upplýsingakerfi frá Snertli ehf. sem verður öllum aðgengilegt í janúarmánuði.
Þetta kerfi á að halda utan um allar landupplýsingar s.s. skipulag, lóðir, bryggjur, götur, opin svæði, fasteignir o.sv.frv. Í hverjum flokki verður talsvert magn upplýsinga sem mikilvægt er að nálagst með einföldum hætti. Hluti kerfisins verður opinn öllum þ.m.t. almenningi, en hluti starfsfólki hafnarinnar.
Þetta er aldeilis prýðilegt skref sem tekið er varðandi gagnaupplýsingar – en að sjálfsögðu byggist virkni þess á því að við sjálf höldum vel utan um kerfið og komum jafn óðum inn í það þeim upplýsingum sem þar eiga að birtast.
Þau á tæknideildinni eru eflaust til í að sýna þeim sem vilja fræðast um kerfið hvernig það á að virka.
Kv. Gísli G