img_2019 
Þór siglir inn í Gömlu höfnina 

Efni standa til að birta ykkur tölvupóst frá Georg Lárussyni, forstjóra Landhelgisgæslunnar, sem er afara ánægður með alla vinnu starfsfólks Faxaflóahafna sf. í tilefni af komu Þórs. Reyndar er það svo að skipherrann á Þór gat þess einnig sérstaklega þegar undirritaður afhenti honum platta með áletrun á komudegi skipsins. 

Skipherrann þakkaði bæði fyrir móttökurnar og allt samstarf á liðnum árum sem hefði verið einstakt.  En svohljóðandi er bréf Georgs:

„Gísli Gíslason

Hafnarstjóri Faxaflóahafna

Þökkum hlýjar móttökur er varðskipið Þór kom til Reykjavíkur, fimmtudaginn 27. október sl. Þetta var stór stund og algjörlega ógleymanlegt að sjá varðskipinu fagnað af fjölda manns í blíðskaparveðri.

Móttökur ykkar voru einstakar sem og allt skipulag og aðstoð. Það er ómetanlegt að eiga svona góða samherja og samstarfsmenn sem eru tilbúnir hvenær sem er og sýna í orði og verki samheldni, einhug og elju.

Fyrir hönd Landhelgisgæslunnar, Georg Kr. Lárusson“

Bestu þakkir til ykkar alrra sem unnuð í málinu!!

Kveðja Gísli G

FaxaportsFaxaports linkedin