Fulltrúar Faxaflóahafna sf. eru nú í Hollandi til að yfirfara ýmis atriði varðandi smíði á nýjum lóðsbát – Jötni. Smíðin gengur vel og allt á áætlun – eins og vænta má. Óhætt er að fullyrða að með nýjum Jötni verðir Faxaflóahafnir sf. vel settar með bátakost enda nýr Jötunn kostagripur.
Verið er að vinna í innréttingum bátsins og kom sér vel að yfirfara stöðuna þar sem í ljós kom að lagfæra þurfti nokkur atriði, flest smávægileg, en þó eitt atriði varðandi staðsetningu landtengingar, sem mikilvægt var að koma í réttan farveg áður en að smíðinni er lokið. Reikna má með að prufusliglingar eigi sér stað í lok september og að bátnum verði í beinu framhaldi siglt til Íslands.
Damen er með um 130 verkefni í gangi af ýmsum stærðum og gerðum og í grennd við Jötunn eru m.a. lögreglubátur í smíðum og nokkrir dráttarbátar.
Um 8000 manns vinna beint hjá Damen en að auki eru þeir með samninga við ýmsa verktaka um einstaka verkþætti.