Nú eru þeir Þorvaldur yfirhafnsögumaður, Smári skiptstjóri og Lárus vélstjóri staddir í Rotterdam þar sem fram fara prufusiglingar á nýjum Jötni. Allt hefur gengið að óskum og Jötunn reynst vel. Þrátt fyrir að á morgun (laugardag) verði landsleikur Íslands og Hollands í Rotterdam þá halda þeir félagar heim á leið – ef flugferðir verða ennþá í gangi á síðustu og verstu tímum. Þeim til happs – ef ekki verður flogið – þá hefur þeim verið tjáð að ekki verði mikið tekið fyrir það ef þeir sigla með Jötni heim til Íslands. Sú sigling hefst væntanlega föstudaginn 17. október og ef verður er sæmilegt þá ætti báturinn að koma til reykjavíkur föstudaginn 24. október. en veðrið er eins og efnahagsmálin – það er aldrei að vita á hverju er von.