Þyrla Landhelgisgæslunnar lætur mann síga niður að
Funchal

Föstudaginn 22. ágúst var haldin svokölluð IED-æfing um borð í MS Funchal, sem lá við Miðbakka.

Þátttakendur voru Sprengjusveit LHG, Siglingastofnun,VSS og Flugdeild LHG.

Æfingin var þannig:
Skeyti berst til VSS að morgni 22/08/08 um kl.09:00 um að sprengja sé um borð í skemmtiferðaskipinu m/v Funchal sem er á leið til Íslands.
Haft er samband við skipið sem er statt um 10 sjóm. SV. Af Vestmannaeyjum og kemur þá í ljós að samskonar skeyti hefur borist útgerðinni og er ákveðið að taka þessa hótun áreiðanlega og er sprengjusveit LHG gert viðvart og hún sett í viðbragðsstöðu.
 
Ákveðið er að senda sprengjusérfræðinga um borð í skipið með þyrlu til að aðstoða áhöfnina og einnig eru aðrar einingar LHG settar í viðbragðsstöðu og slökkvilið SHS .
Kl. 10:00 Þyrla leggur á stað með sprengjusérfræðinga til móts við skipið slakar þeim um borð og fer til baka og verður til taks ef til frekar aðgerða kemur.
 
Þetta var fyrst og fremst æfing fyrir áhöfn skipsins í sprengjuleit og sprengjusérfræðinga LHG til að æfa svona aðgerð  úti á sjó.
FaxaportsFaxaports linkedin