Innan fyrirtækisins hefur sá háttur verið hafður á að útvega starfsfólki sundmiða til að efla og auka áhuga þeirra á almennri heilsurækt og hollustu.  Undirritaður lagði til við hafnarsjtórn í dag að þessu yrði breytt þannig að í stað sundmiða kæmi framlag til endurgreiðslu á kostnaði við fleira en sund.  Samþykkt hafnarstjórnar er eftirfarandi:

 

„Hafnarstjórn samþykkir að hver fastráðinn starfsmaður Faxaflóahafna sf. eigi rétt á endurgreiðslu kostnaðar vegna heilsuræktar, sem nemur allt að kr. 20.000 á ári.  Skilyrt er að um viðurkennda heilsurækt sé að ræða og skal starfsmaður leggja fram reikning í frumriti sem staðfestir kostnað viðkomandi af heilsuræktinni.“

Þessi samþykkt er eilítil búbót fyrir þá sem stunda einhvers konar heilsurækt, en endurgjaldið tekur mið af meðaltali kostnaðar við að kaupa árskorti í helstu sveitarfélögum á starfssvæðinu.  Vonandi verður þetta einnig hvatning til annarra að herða róðurinn og hugsa um heilsuna.  Auður mun taka á móti reikningum frá þeim sem stunda „löglega“ heilsurækt og endurgreiða kostnað í samræmi við samþykktina.

Kveðja Gísli G

FaxaportsFaxaports linkedin