11-IMG_1676

Jólatréð frá Hamborg


Ljósin verða tendruð á fimmtugasta Hamborgartrénu laugardaginn 29. nóvember kl. 17:00 á Miðbakka við Reykjavíkurhöfn. Faxaflóahafnir sf. í samvinnu við Þýsk Íslenska verslunarráðið bjóða gestum og gangandi að koma og njóta þess þegar ljósin verða tendruð á trénu og þiggja heitt súkkulaði og meðlæti á eftir. Nánari dagskrá verður birt hér síðar.
Í ár eru liðin 50 ár frá því að jólatré kom fyrst frá Hamborg til Reykjavíkurhafnar undir slagoðunum “von Seeleuten für Seeleuten in der Polarnacht” sem útleggst “frá sjómönnum til sjómanna sem búa undir heimskautanóttinni”
Fyrstu trén frá Hamborg voru send í nafni Skipstjóra og stýrimannafélags Hamborgar sem hét HANSEA en seinna tók félagsskapurinn Wikingerrunde við keflinu. Í öll þessi fimmtíu skipti hefur Eimskipafélag Íslands flutt tréð endurgjaldslaust frá Hamborg til Reykjavíkur en auk þeirra hafa margir lagt hönd á plóginn til þess að viðhalda þessari fallegu hefð.
Starfsmönnum og fjölskyldum þeirra er boðið að vera við athöfnina og þiggja veitingar á eftir.

FaxaportsFaxaports linkedin