Nú sitja fulltrúar Faxaflóahafna sf. Hafnasambandsþing á Akureyri. Að vanda er þar fjölmenni frá höfnum landsins – liðlega eitthundrað þingfulltrúar. Umfjöllunarefni þingsins eru mörg en þó ber hæst fjárhagsstaða hafna, sem víðast hvar er afar þung.
Auk fjárhagsmálanna er fjallað um reglusetningu um neyðarhafnir, norðurhafssiglingar, framtíðarhorfur lítilla hafna og fleira. Faxaflóahafnir sf. eru með 10 manna lið á fundinum. Gögn af fundinum verða sett inn á heimasíðu Hafnasambands Íslands, hafnasamband.is.