Þá er Hafnarball að baki og tókst bara hið besta. Öllum sem komu að undirbúningi eru færðar bestu þakkir fyrir góða skemmtun – góðan mat en ekki síst góðan félagsskap.
Fyrir þá sem hafa einlægan áhuga á að kynna sér Hafnarmyndina í ár þá er hún á hlekknum hérna. Þessi frumraun starfsmanna Faxaflóahafna sf. í kvikmyndagerð er að sjálfsögðu frábær – og hefur myndin þegar verið tilnefnd til ýmissa verðlauna í flokki árshátíðarmynda.