Nokkuð er um liðið frá því að efni hefur skilað sér á Innri vefinn – en meining er að sjálfsögðu að koma efni á framfæri þó svo að það eigi ekki endilega erindi í heims- eða landsfréttir. Hér skal gerð smá bragarbót.
Á fundi hafnarsjtórnar þann 11. apríl s.l. var m.a. lögð fram græn skýrsla fyrir starfsemi Faxaflóahafna sf. vegna ársins 2007 og með samanburði við árið 2006, en þá var fyrsta skýrsla þessarar tegundar tekin saman. Þeim Helga Laxdal og Halli Árnasyni eru færðar þakkir fyrir fínt plagg, sem er um margt fróðlegt og áhugavert. Græn skýrsla Faxaflóahafna sf. er samantekt sem mun þróast næstu ár en megintilgangurinn er að sjálfsögðu að sjá hvar megi bæta skynsamlega nýtingu og eyðslu liða sem falla undir umhverfismál. Steta verður ákveðna fyrirvara um samanburð þeirra tveggja ára sem nú eru að baki, en eftir því sem fleiri liðir eru mældir og eftir því sem betri samanburður fæst þá má sjá hvernig okkur vegnar á vegi umhverfisvitundar.