Þá er að taka frá föstudagskvöldið 7. mars næstkomandi og eiga góða stund saman.
Þá verðum við búin að þreyja Þorrann svo það er óhætt að taka gleði sína á ný, man ekki hvað veður-heilkennið hét hjá Spaugstofunni þar sem það var alveg sama hvernig veðrið var það átti alltaf að vera einhvernvegin öðruvísi.
Lét fylgja með vísukorn sem ég hnaut um svona út af undangengnum veðrum, snjóum og vindum, greinilegt að verðurfarið er við sama ef ekki svipað heygarsahorn og hér áður fyrr.
Margur fengi mettan kvið,
má því nærri geta,
yrði fólkið vanið við
vind og snjó að éta.
Höf. Jón Þorláksson Bægisá