Faxaflóahafnir fá mjög góða umsögn, eftir heimsókn eftirlitsmanna Vinnueftirlitsins.

Niðurstaða heimsóknarinnar er þessi:

Að grunnheimsókn lokinni er það mat Vinnueftirlitsins að fyrirtækið sé í flokki 1.

Flokkunin byggir á eftirfarandi:
Skipulag og virkni innra vinnuverndarstarfs hjá fyrirtækinu og vinnuaðstæður eru í samræmi við gildandi lög og reglur. Ganga ráðstafanir fyrirtækisins í báðum tilvikum lengra en lágmarkskröfur laga og reglna segja til um.
 
Með hliðsjón af framangreindu er ljóst að fyrirtækið leggur mikla áherslu á að standa vel að vinnuverndarmálum og forvörnum á því sviði. Er það mat Vinnueftirlitsins að fyrirtækið hafi náð framúrskandi árangri og sé til fyrirmyndar. Niðurstöður heimsóknarinnar gefa því ekki tilefni til fyrirmæla af hálfu Vinnueftirlitsins.
 
Bent skal á að það geta verið atriði sem þarfnast úrbóta í fyrirtækinu og komu ekki fram í heimsókn Vinnueftirlitsins. Ef svo háttar skulu þau vandamál tekin inn í áhættumat fyrirtækisins.
 

FaxaportsFaxaports linkedin